Annar Datsun á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2013 13:15 Datsun Go er lítill og ódýr Nissan ætlar að tefla fram Datsun merki sínu fyrir markaði þar sem þörf er á mjög ódýrum bílum. Fyrir um tveimur mánuðum síðan sýndi Nissan fyrsta bílinn í langan tíma sem ber Datsun merkið og mun hann heita hinu stutta nafni Go, alveg í stíl við smæð hans. Sá bíll er ætlaður fyrir Indónesíumarkað og það á einnig við næsta bíl með Datsun merkið, en hann verður sýndur þann 17. september í Jakarta. Bíllinn er hannaður af Datsun deild Nissan með smá hjálp frá móðurfyrirtækinu og mun aðeins kosta rúma milljón króna. Báðir Datsun bílarnir fara í sölu á næsta ári í Indónesíu og síðan verða þeir einnig til sölu í Indlandi, Rússlandi og S-Afríku. Ef vel tekst til má búast við að bílarnir verði í boði í fleiri löndum þar sem kaupgeta er ekki alveg eins mikil og á vesturlöndum. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent
Nissan ætlar að tefla fram Datsun merki sínu fyrir markaði þar sem þörf er á mjög ódýrum bílum. Fyrir um tveimur mánuðum síðan sýndi Nissan fyrsta bílinn í langan tíma sem ber Datsun merkið og mun hann heita hinu stutta nafni Go, alveg í stíl við smæð hans. Sá bíll er ætlaður fyrir Indónesíumarkað og það á einnig við næsta bíl með Datsun merkið, en hann verður sýndur þann 17. september í Jakarta. Bíllinn er hannaður af Datsun deild Nissan með smá hjálp frá móðurfyrirtækinu og mun aðeins kosta rúma milljón króna. Báðir Datsun bílarnir fara í sölu á næsta ári í Indónesíu og síðan verða þeir einnig til sölu í Indlandi, Rússlandi og S-Afríku. Ef vel tekst til má búast við að bílarnir verði í boði í fleiri löndum þar sem kaupgeta er ekki alveg eins mikil og á vesturlöndum.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent