Alonso kaupir hjólreiðalið Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2013 09:15 Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso er búinn að kaupa hjólreiðaliðið Euskaltel-Euskadi fyrir 950 milljónir króna. Alonso er mikill aðdáandi hjólreiða og fyrir utan kappakstur er það hans uppáhalds sport. Fyrir 4 árum síðan ætlaði hann að starta nýju hjólreiðaliði sem byggt yrði kringum landa hans Alberto Contador, sem þá var einn besti hjólreiðamaður heims. Það gekk ekki eftir, en hann hafði greinilega ekki gleymt draumnum um að eignast hjólreiðalið. Euskaltel-Euskadi liðið hafði ekkert gengið að finna kostunaraðila fyrir liðið og allt stefndi í að liðið yrði hreinlega leyst upp. Þá hefði ekki eitt einasta lið verið frá Spáni, sem teljast verður undarlegt í ljósi þess að Spánverjar eiga marga hjólreiðamenn sem eru meðal þeirra allra fremstu í greininni. Spænski bankinn Santander, frá Baskalandi mun einnig styðja við Euskaltel-Euskadi liðið, en enginn veit ennþá hverjir munu skipa liðið á næsta tímabili, né hvort það muni skipta um nafn. Ljóst er þó að liðið mun hjóla á Colnago hjólum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent
Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso er búinn að kaupa hjólreiðaliðið Euskaltel-Euskadi fyrir 950 milljónir króna. Alonso er mikill aðdáandi hjólreiða og fyrir utan kappakstur er það hans uppáhalds sport. Fyrir 4 árum síðan ætlaði hann að starta nýju hjólreiðaliði sem byggt yrði kringum landa hans Alberto Contador, sem þá var einn besti hjólreiðamaður heims. Það gekk ekki eftir, en hann hafði greinilega ekki gleymt draumnum um að eignast hjólreiðalið. Euskaltel-Euskadi liðið hafði ekkert gengið að finna kostunaraðila fyrir liðið og allt stefndi í að liðið yrði hreinlega leyst upp. Þá hefði ekki eitt einasta lið verið frá Spáni, sem teljast verður undarlegt í ljósi þess að Spánverjar eiga marga hjólreiðamenn sem eru meðal þeirra allra fremstu í greininni. Spænski bankinn Santander, frá Baskalandi mun einnig styðja við Euskaltel-Euskadi liðið, en enginn veit ennþá hverjir munu skipa liðið á næsta tímabili, né hvort það muni skipta um nafn. Ljóst er þó að liðið mun hjóla á Colnago hjólum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent