Mikil bílasala í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2013 14:00 BMW seldi 45% fleiri bíla í ágúst nú en í fyrra Hrópandi ósamræmi er í bílasölu í Evrópu og Bandaríkjunum þessi misserin. Á meðan salan í Evrópu nær sífellt nýjum lægðum er salan vestanhafs sívaxandi. Bílasala í ágúst í Bandaríkjunum var mjög mikil og hún gæti náð 16 milljónum bíla á þessu ári, sem er talsvert meira en spáð hafði verið við upphaf ársins. Margir bílaframleiðendur náðu frábærum árangri og juku gríðarlega við söluna miðað við ágúst í fyrra. Þannig seldust 45% fleiri BMW og Subaru bílar, 40% fleiri Jaguar/Land Rover bílar og 37% fleiri Buick og Cadillac. Japönsku framleiðendunum gekk almennt vel. Honda jók við sig um 29% og Mitsubishi um 28%, Mazda 26%, Nissan 24%, Lexus 23% og Toyota 22%. Síður gekk hjá þeim S-kóresku, en Hyundai náði samt 8% vexti og Kia 4%. Vöxtur Audi var 22%, Mercedes 15% og Porsche 10%. Stóru bandarísku framleiðendurnir GM, Ford og Chrysler náðu þokkalegum vexti, GM um 15% og Ford og Chrysler 12%. Aðeins voru tveir bílaframleiðendur sem upplifðu minni sölu í ágúst nú en í fyrra, þ.e. Volkswagen með 2% minni sölu og Volvo 12%. Stærsti bílasalinn í Bandaríkjunum í þessum nýliðna mánuði er sem fyrr General Motors með 275,847 bíla, Toyota í öðru með 231,537 og Ford með 221,270. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent
Hrópandi ósamræmi er í bílasölu í Evrópu og Bandaríkjunum þessi misserin. Á meðan salan í Evrópu nær sífellt nýjum lægðum er salan vestanhafs sívaxandi. Bílasala í ágúst í Bandaríkjunum var mjög mikil og hún gæti náð 16 milljónum bíla á þessu ári, sem er talsvert meira en spáð hafði verið við upphaf ársins. Margir bílaframleiðendur náðu frábærum árangri og juku gríðarlega við söluna miðað við ágúst í fyrra. Þannig seldust 45% fleiri BMW og Subaru bílar, 40% fleiri Jaguar/Land Rover bílar og 37% fleiri Buick og Cadillac. Japönsku framleiðendunum gekk almennt vel. Honda jók við sig um 29% og Mitsubishi um 28%, Mazda 26%, Nissan 24%, Lexus 23% og Toyota 22%. Síður gekk hjá þeim S-kóresku, en Hyundai náði samt 8% vexti og Kia 4%. Vöxtur Audi var 22%, Mercedes 15% og Porsche 10%. Stóru bandarísku framleiðendurnir GM, Ford og Chrysler náðu þokkalegum vexti, GM um 15% og Ford og Chrysler 12%. Aðeins voru tveir bílaframleiðendur sem upplifðu minni sölu í ágúst nú en í fyrra, þ.e. Volkswagen með 2% minni sölu og Volvo 12%. Stærsti bílasalinn í Bandaríkjunum í þessum nýliðna mánuði er sem fyrr General Motors með 275,847 bíla, Toyota í öðru með 231,537 og Ford með 221,270.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent