Mikil bílasala í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2013 14:00 BMW seldi 45% fleiri bíla í ágúst nú en í fyrra Hrópandi ósamræmi er í bílasölu í Evrópu og Bandaríkjunum þessi misserin. Á meðan salan í Evrópu nær sífellt nýjum lægðum er salan vestanhafs sívaxandi. Bílasala í ágúst í Bandaríkjunum var mjög mikil og hún gæti náð 16 milljónum bíla á þessu ári, sem er talsvert meira en spáð hafði verið við upphaf ársins. Margir bílaframleiðendur náðu frábærum árangri og juku gríðarlega við söluna miðað við ágúst í fyrra. Þannig seldust 45% fleiri BMW og Subaru bílar, 40% fleiri Jaguar/Land Rover bílar og 37% fleiri Buick og Cadillac. Japönsku framleiðendunum gekk almennt vel. Honda jók við sig um 29% og Mitsubishi um 28%, Mazda 26%, Nissan 24%, Lexus 23% og Toyota 22%. Síður gekk hjá þeim S-kóresku, en Hyundai náði samt 8% vexti og Kia 4%. Vöxtur Audi var 22%, Mercedes 15% og Porsche 10%. Stóru bandarísku framleiðendurnir GM, Ford og Chrysler náðu þokkalegum vexti, GM um 15% og Ford og Chrysler 12%. Aðeins voru tveir bílaframleiðendur sem upplifðu minni sölu í ágúst nú en í fyrra, þ.e. Volkswagen með 2% minni sölu og Volvo 12%. Stærsti bílasalinn í Bandaríkjunum í þessum nýliðna mánuði er sem fyrr General Motors með 275,847 bíla, Toyota í öðru með 231,537 og Ford með 221,270. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent
Hrópandi ósamræmi er í bílasölu í Evrópu og Bandaríkjunum þessi misserin. Á meðan salan í Evrópu nær sífellt nýjum lægðum er salan vestanhafs sívaxandi. Bílasala í ágúst í Bandaríkjunum var mjög mikil og hún gæti náð 16 milljónum bíla á þessu ári, sem er talsvert meira en spáð hafði verið við upphaf ársins. Margir bílaframleiðendur náðu frábærum árangri og juku gríðarlega við söluna miðað við ágúst í fyrra. Þannig seldust 45% fleiri BMW og Subaru bílar, 40% fleiri Jaguar/Land Rover bílar og 37% fleiri Buick og Cadillac. Japönsku framleiðendunum gekk almennt vel. Honda jók við sig um 29% og Mitsubishi um 28%, Mazda 26%, Nissan 24%, Lexus 23% og Toyota 22%. Síður gekk hjá þeim S-kóresku, en Hyundai náði samt 8% vexti og Kia 4%. Vöxtur Audi var 22%, Mercedes 15% og Porsche 10%. Stóru bandarísku framleiðendurnir GM, Ford og Chrysler náðu þokkalegum vexti, GM um 15% og Ford og Chrysler 12%. Aðeins voru tveir bílaframleiðendur sem upplifðu minni sölu í ágúst nú en í fyrra, þ.e. Volkswagen með 2% minni sölu og Volvo 12%. Stærsti bílasalinn í Bandaríkjunum í þessum nýliðna mánuði er sem fyrr General Motors með 275,847 bíla, Toyota í öðru með 231,537 og Ford með 221,270.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent