Misdýrt að eiga bíla í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2013 12:15 Betra er að búa í Oregon en Georgíu er kemur að rekstri bíla. Bílalandið Bandaríkin er greinilega ekki eintóm hamingja fyrir bíleigendur. Það skiptir augljóslega talsverðu máli hvar þú býrð. Til að mynda er nær helmingi dýrara að eiga bíl í Georgíufylki en Oregon. Það kostar hvern bíleiganda í Georgíu nær helmingi meira að reka bíl sinn en þá sem aka um götur Oregon fylkis. Bíleigandi í Georgíu þarf að punga út að meðaltali 4.233 dollar á ári í kostnað við rekstur bíls síns og er þá átt við skatta, viðgerðir, tryggingar, bensín, vegtolla og önnur gjöld. Afskriftir af bílum er ekki meðtaldar. Sami kostnaður í Oregon er 2.204 dollarar. Næst dýrast er að eiga bíl í Kaliforníu (3.966 dollara), þriðja dýrast í Wyoming (3.938), fjórða dýrast í Rhode Island (3.913) og fimmta dýrast í Nevada (3.886). Næst ódýrast er að eiga bíl í Alaska (2.227), svo S-Dakota (2.343), Montana (2.660) og svo Indiana (2.698). Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent
Bílalandið Bandaríkin er greinilega ekki eintóm hamingja fyrir bíleigendur. Það skiptir augljóslega talsverðu máli hvar þú býrð. Til að mynda er nær helmingi dýrara að eiga bíl í Georgíufylki en Oregon. Það kostar hvern bíleiganda í Georgíu nær helmingi meira að reka bíl sinn en þá sem aka um götur Oregon fylkis. Bíleigandi í Georgíu þarf að punga út að meðaltali 4.233 dollar á ári í kostnað við rekstur bíls síns og er þá átt við skatta, viðgerðir, tryggingar, bensín, vegtolla og önnur gjöld. Afskriftir af bílum er ekki meðtaldar. Sami kostnaður í Oregon er 2.204 dollarar. Næst dýrast er að eiga bíl í Kaliforníu (3.966 dollara), þriðja dýrast í Wyoming (3.938), fjórða dýrast í Rhode Island (3.913) og fimmta dýrast í Nevada (3.886). Næst ódýrast er að eiga bíl í Alaska (2.227), svo S-Dakota (2.343), Montana (2.660) og svo Indiana (2.698).
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent