Audi undirbýr mikla framleiðsluaukningu Finnur Thorlacius skrifar 20. september 2013 08:45 Í Audi verksmiðju Audi ætlar að endurvekja framleiðslu bíla sinna í Brasilíu í því augnamiði að velta BMW úr sessi sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims og til að styrkja stöðu sína í S-Ameríku. Audi mun fjárfesta fyrir 27 milljarða króna í verksmiðjunni í Brasilíu, sem hefur framleiðslu á næsta ári. Audi ætlar að ná 30.000 bíla sölu eingöngu í Brasilíu árið 2018, einnig með innfluttum bílum. Audi telur að eftirspurnin eftir lúxusbílum muni vaxa þar um 170% á næstu 5 árum og að vöxturinn verði einnig mikill í Mexíkó. Ekki ætlar BMW þó að gefa neitt eftir í Brasilíu, en BMW hefur fjárfest fyrir hærri upphæð en Audi í nýrri samsetningarverksmiðju þar, alls fyrir 32 milljarða króna. Þar verða framleiddir 30.000 bílar á ári. Mercedes Benz er einnig að íhuga að reisa verksmiðju í Brasilíu í samkeppninni við Audi og BMW, sem ætlar að verða hörð á hinum vaxandi markaði í S-Ameríku. Mercedes Benz er í þriðja sæti hvað varðar fjölda seldra lúxusbíla, á eftir BMW og Audi, en ætlar að ná fyrsta sætinu aftur, sem það hafði lengi. Audi er greinileg á miklu flugi og undirbýr mikla framleiðsluaukningu með nýjum verksmiðjum í Kína og Mexíkó, sem og stækkun verksmiðju sinnar í Gyor í Ungverjalandi. Eftir stækkun hennar verður hægt að framleiða þar 125.000 bíla á ári. Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent
Audi ætlar að endurvekja framleiðslu bíla sinna í Brasilíu í því augnamiði að velta BMW úr sessi sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims og til að styrkja stöðu sína í S-Ameríku. Audi mun fjárfesta fyrir 27 milljarða króna í verksmiðjunni í Brasilíu, sem hefur framleiðslu á næsta ári. Audi ætlar að ná 30.000 bíla sölu eingöngu í Brasilíu árið 2018, einnig með innfluttum bílum. Audi telur að eftirspurnin eftir lúxusbílum muni vaxa þar um 170% á næstu 5 árum og að vöxturinn verði einnig mikill í Mexíkó. Ekki ætlar BMW þó að gefa neitt eftir í Brasilíu, en BMW hefur fjárfest fyrir hærri upphæð en Audi í nýrri samsetningarverksmiðju þar, alls fyrir 32 milljarða króna. Þar verða framleiddir 30.000 bílar á ári. Mercedes Benz er einnig að íhuga að reisa verksmiðju í Brasilíu í samkeppninni við Audi og BMW, sem ætlar að verða hörð á hinum vaxandi markaði í S-Ameríku. Mercedes Benz er í þriðja sæti hvað varðar fjölda seldra lúxusbíla, á eftir BMW og Audi, en ætlar að ná fyrsta sætinu aftur, sem það hafði lengi. Audi er greinileg á miklu flugi og undirbýr mikla framleiðsluaukningu með nýjum verksmiðjum í Kína og Mexíkó, sem og stækkun verksmiðju sinnar í Gyor í Ungverjalandi. Eftir stækkun hennar verður hægt að framleiða þar 125.000 bíla á ári.
Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent