Fyrrum forstjóri Toyota fellur frá 100 ára Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2013 08:45 Eiji Toyoda forstjóri Toyota til 25 ára. Toyota hefur haft þónokkra forstjóra í 76 ára sögu fyrirtækisins, en enginn hefur lengur setið í þeim stól en Eiji Toyoda. Hann var bróðursonur stofnanda Toyota og var forstjóri þess árin 1967 til 1982. Eftir það settist hann í 10 ár í stjórn Toyota. Eiji Toyoda lagði grunninn að framleiðslu Toyota Prius bílsins, stofnaði Lexus deildina innan fyrirtækisins og kom af stað framleiðslu Toyota bíla í öðrum löndum en Japan. Á hans starfstíma sem forstjóri færðist Toyota frá því að vera með veigaminni bílaframleiðendum í það að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi. Það er ekki lítið afrek út af fyrir sig. Eftir að Eiji Toyoda hætti í stjórn Toyota var hann áfram ráðgjafi og heiðursformaður stjórnar þess. Eiji dó vegna hjartabilunar en náði háum aldri, þ.e. 100 árum, en hann fæddist 12. september árið 2013. Toyota fyrirtækið heitir í nafnið á frænda hans og stofnanda, þó með þeirri breytingu að t leysir af d úr nafni hans. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent
Toyota hefur haft þónokkra forstjóra í 76 ára sögu fyrirtækisins, en enginn hefur lengur setið í þeim stól en Eiji Toyoda. Hann var bróðursonur stofnanda Toyota og var forstjóri þess árin 1967 til 1982. Eftir það settist hann í 10 ár í stjórn Toyota. Eiji Toyoda lagði grunninn að framleiðslu Toyota Prius bílsins, stofnaði Lexus deildina innan fyrirtækisins og kom af stað framleiðslu Toyota bíla í öðrum löndum en Japan. Á hans starfstíma sem forstjóri færðist Toyota frá því að vera með veigaminni bílaframleiðendum í það að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi. Það er ekki lítið afrek út af fyrir sig. Eftir að Eiji Toyoda hætti í stjórn Toyota var hann áfram ráðgjafi og heiðursformaður stjórnar þess. Eiji dó vegna hjartabilunar en náði háum aldri, þ.e. 100 árum, en hann fæddist 12. september árið 2013. Toyota fyrirtækið heitir í nafnið á frænda hans og stofnanda, þó með þeirri breytingu að t leysir af d úr nafni hans.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent