Lífið

Miley Cyrus slítur trúlofun

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Miley og Liam þegar þau voru saman í sumar.
Miley og Liam þegar þau voru saman í sumar. mynd/afp
Miley Cyrus og Liam Hemsworth hafa slitið trúlofun sinni og hafa þau bæði greint tímaritinu People frá því.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem parið hættir saman en þau hafa hætt saman nokkrum sinnum það sem af er ári.

Miley og Liam kynntust árið 2010 við gerð kvikmyndarinnar The Last Song og trúlofuðu sig í maí 2012. Á þeim tíma sagðist söngkonan vera hamingjusöm með trúlofunina og sagðist hlakka til að eyða lífinu með Liam.

Snemma á þessu ári bárust þær fréttir þó að parið hefði ákveðið að fresta brúðkaupi sínu.

Liam er helst þekktur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Hunger Games en hann hóf leikferil sinn í Nágrönnum.

Miley hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið og meðal annars hafa um 108 milljónir horft á nýjasta myndbandið hennar Wrecking Ball.

Myndbandið er hægt að horfa á hér að neðan.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.