Merkel varar Evrópusambandið við Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2013 11:45 Angela Merkel kanslari Þýskalands á bílasýningunni í Frankfurt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var á bílasýningunni í Frankfürt í síðustu viku, eins og reyndar bílablað Fréttablaðsins. Þar hélt hún tölu sem eftir var tekið og varaði í henni Evrópusambandið við að setja þýskum bílaframleiðendum of strangar reglur um meðaltalslosun koltvísýrings fyrir komandi ár. Hjá Evrópusambandinu liggur einmitt fyrir tillaga sem setur mörk CO2 mengunar við 95 g/km fyrir árið 2020. Mörkin sem sett voru síðast og tóku gildi í fyrra miða við 132,4 g/km. Merkel hefur beitt áhrifum sínum innan Evrópusambandsins og neitar að samþykkja þessa tillögu með þeim rökum að hún gangi of langt og sé beinlínis hættuleg fyrir bílaiðnaðinn. Merkel sagði ennfremur að Evrópu verði að lærast að álfan sé ekki einangruð frá restinni af jörðinni og að gera verði evrópskum fyrirtækjum kleift að ná árangri í samkeppni við lönd annarra heimsálfa. Þessi tillaga gangi ekki í takt við það og væri langt umfram það sem stjórnir annarra bílaframleiðslulanda settu sínum bílaframleiðendum. Forstjórar þýsku bílaframleiðendanna voru henni mjög sammála og töldu að afdrif þeirra fyrirtækja ættu ekki að ráðast við borð hinna háu herra í Brussel. Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var á bílasýningunni í Frankfürt í síðustu viku, eins og reyndar bílablað Fréttablaðsins. Þar hélt hún tölu sem eftir var tekið og varaði í henni Evrópusambandið við að setja þýskum bílaframleiðendum of strangar reglur um meðaltalslosun koltvísýrings fyrir komandi ár. Hjá Evrópusambandinu liggur einmitt fyrir tillaga sem setur mörk CO2 mengunar við 95 g/km fyrir árið 2020. Mörkin sem sett voru síðast og tóku gildi í fyrra miða við 132,4 g/km. Merkel hefur beitt áhrifum sínum innan Evrópusambandsins og neitar að samþykkja þessa tillögu með þeim rökum að hún gangi of langt og sé beinlínis hættuleg fyrir bílaiðnaðinn. Merkel sagði ennfremur að Evrópu verði að lærast að álfan sé ekki einangruð frá restinni af jörðinni og að gera verði evrópskum fyrirtækjum kleift að ná árangri í samkeppni við lönd annarra heimsálfa. Þessi tillaga gangi ekki í takt við það og væri langt umfram það sem stjórnir annarra bílaframleiðslulanda settu sínum bílaframleiðendum. Forstjórar þýsku bílaframleiðendanna voru henni mjög sammála og töldu að afdrif þeirra fyrirtækja ættu ekki að ráðast við borð hinna háu herra í Brussel.
Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent