Tugþúsundir brúa í Bandaríkjunum að hruni komnar Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2013 09:28 Í bandaríska vegakerfinu eru skráðar 607.380 brýr og eru um 10% þeirra í svo slæmu ástandi að þær verða að teljast stórhættulegar. Um 20.000 af þeim eru í svo slæmu ástandi að talið er að ef aðeins einn hlutur í þeim gefur eftir muni þær hrynja. Helsta ástæða þessarar stöðu er sú staðreynd að þegar flestar þessara brúa voru smíðaðar voru þær gerðar fyrir mun léttari bíla en nú eru á götunum og auk þess mun minni umferð. Margar af þessum brúm eru í svo slæmu ástandi að sérfræðingar telja að það sé aðeins spurning um örfáa mánuði eða ár þar til þær hrynja. Verða þá margir vegfarendur í hættu. Svo slæmt er þetta ástand allt að skrifaðar hafa verið bækur um málið. Höfundur einnar þeirrar; Too Big to Fall: America's Failing Infrastructure and the Way Forward, segir að þarna sé á ferðinni tímasprengja sem tifar hraðar og hraðar. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent
Í bandaríska vegakerfinu eru skráðar 607.380 brýr og eru um 10% þeirra í svo slæmu ástandi að þær verða að teljast stórhættulegar. Um 20.000 af þeim eru í svo slæmu ástandi að talið er að ef aðeins einn hlutur í þeim gefur eftir muni þær hrynja. Helsta ástæða þessarar stöðu er sú staðreynd að þegar flestar þessara brúa voru smíðaðar voru þær gerðar fyrir mun léttari bíla en nú eru á götunum og auk þess mun minni umferð. Margar af þessum brúm eru í svo slæmu ástandi að sérfræðingar telja að það sé aðeins spurning um örfáa mánuði eða ár þar til þær hrynja. Verða þá margir vegfarendur í hættu. Svo slæmt er þetta ástand allt að skrifaðar hafa verið bækur um málið. Höfundur einnar þeirrar; Too Big to Fall: America's Failing Infrastructure and the Way Forward, segir að þarna sé á ferðinni tímasprengja sem tifar hraðar og hraðar.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent