Vettel hræðir líftóruna úr farþegum Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2013 11:15 Mörgu fólki finnst afar óþægilegt að sitja í bíl sem ekið er á ógnarhraða. Svo er spurningin hvernig því líður ef það sett í bíl með tveimur af allra bestu Formúlu 1 ökumönnum heims akandi venjulegum bílum. Það fékk einmitt þetta fólk sem hér sést að reyna. Aksturinn var partur af leik sem skóframleiðandinn Geox efndi til. Hver þeirra sem sat við hlið ökumannanna Vettel og Buemi frá Red Bull Formúluliðinu hafði unnið 20 skópör frá framleiðandanum, en í hvert skipti sem það rak upp öskur í ökuferðinni með aksturbrjálæðingunum misstu þau eitt skópar. Sumir enda uppi skólausir, en einn vinningshafanna náði því að reka aldrei upp ramakvein og er því 20 skópörum ríkari. Það er alveg þess virði að kíkja á þá skelfingu sem grípur flesta farþega hjá ökuþórunum lunknu. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent
Mörgu fólki finnst afar óþægilegt að sitja í bíl sem ekið er á ógnarhraða. Svo er spurningin hvernig því líður ef það sett í bíl með tveimur af allra bestu Formúlu 1 ökumönnum heims akandi venjulegum bílum. Það fékk einmitt þetta fólk sem hér sést að reyna. Aksturinn var partur af leik sem skóframleiðandinn Geox efndi til. Hver þeirra sem sat við hlið ökumannanna Vettel og Buemi frá Red Bull Formúluliðinu hafði unnið 20 skópör frá framleiðandanum, en í hvert skipti sem það rak upp öskur í ökuferðinni með aksturbrjálæðingunum misstu þau eitt skópar. Sumir enda uppi skólausir, en einn vinningshafanna náði því að reka aldrei upp ramakvein og er því 20 skópörum ríkari. Það er alveg þess virði að kíkja á þá skelfingu sem grípur flesta farþega hjá ökuþórunum lunknu.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent