Ítalskur píanósnillingur spilar í Hörpu Hrund Þórsdóttir skrifar 10. september 2013 17:15 Tónleikarnir tilheyra tónleikaröð heimspíanista sem hóf göngu sína skömmu eftir opnun Hörpu vorið 2011 og mun Benedetto leika verk eftir Schumann og Brahms. „Schumann var mjög ungur þegar hann samdi þessa tónlist en Brahms mjög gamall. Schumann uppgötvaði hann og greiddi götuna fyrir feril hans. Það eru mjög sterk tengsl á milli þeirra tveggja, ekki bara í gegnum tónlistina heldur einnig líf þeirra,“ segir Benedetto. Hann vakti heimsathygli þegar hann hlaut bronsverðlaun í alþjóðlegu Van Cliburn píanókeppninni árið 1989 en síðan hefur hann unnið til fjölda verðlauna. Þá á hann sæti í dómnefndum margra virtra alþjóðlegra píanókeppna. Hann kann vel að meta Hörpuna. „Reyndar finnst mér hún mun betri en margar evrópskar tónleikahallir sem haldið er á lofti,“ segir hann. Tónlistarstjóri Hörpunnar segir Benedetto meðal þeirra píanóleikara sem oftast leika einleik með hljómsveitum um allan heim. „Það er mjög gaman að fá hann til landsins í fyrsta skipti. Við erum að byggja hérna upp tónleikaröð til framtíðar þar sem við ætlum að kynna bestu píanista heimsins,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri í Hörpu. „Þetta verða mjög fallegir og rómantískir tónleikar og ég lofa góðri stund.“ Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónleikarnir tilheyra tónleikaröð heimspíanista sem hóf göngu sína skömmu eftir opnun Hörpu vorið 2011 og mun Benedetto leika verk eftir Schumann og Brahms. „Schumann var mjög ungur þegar hann samdi þessa tónlist en Brahms mjög gamall. Schumann uppgötvaði hann og greiddi götuna fyrir feril hans. Það eru mjög sterk tengsl á milli þeirra tveggja, ekki bara í gegnum tónlistina heldur einnig líf þeirra,“ segir Benedetto. Hann vakti heimsathygli þegar hann hlaut bronsverðlaun í alþjóðlegu Van Cliburn píanókeppninni árið 1989 en síðan hefur hann unnið til fjölda verðlauna. Þá á hann sæti í dómnefndum margra virtra alþjóðlegra píanókeppna. Hann kann vel að meta Hörpuna. „Reyndar finnst mér hún mun betri en margar evrópskar tónleikahallir sem haldið er á lofti,“ segir hann. Tónlistarstjóri Hörpunnar segir Benedetto meðal þeirra píanóleikara sem oftast leika einleik með hljómsveitum um allan heim. „Það er mjög gaman að fá hann til landsins í fyrsta skipti. Við erum að byggja hérna upp tónleikaröð til framtíðar þar sem við ætlum að kynna bestu píanista heimsins,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri í Hörpu. „Þetta verða mjög fallegir og rómantískir tónleikar og ég lofa góðri stund.“
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira