Óvænt útspil Audi í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2013 10:45 Audi Nanuk Quattro er hæfættur og öflugur Það er enginn skortur á spennandi framboði nýrra og flottra bíla frá Audi um þessar mundir. Eitt óvæntasta útspil Audi hlýtur þó að teljast þessi bíll sem kynntur verður blaðamönnum og almenningi á bílasýningunni í Frankfurt sem var að opna. Bíllinn hefur fengið nafnið Audi Nanuk Quattro og er með 10 strokka dísilvél sem skilar þessum 1.900 kílóa bíl á 100 km hraða á 3,8 sekúndum. Ekki er hægt að verjast því að sjá Lamborghini svip á þessum bíl, en Lamborghini tilheyrir einmitt Volkswagen bílafjölskyldunni, rétt eins og Audi. Bíllinn sýnist á myndum ansi háfættur og ætti fyrir vikið að geta kljást við torfærari vegi, enda dekkin að auki risastór. Engum sögum fer um það hvort fjöldaframleiðsla muni hefjast á þessum bíl og er Audi vafalaust með þessu að fá í fyrstu viðbrögð við bílnum og tekur ákvarðanir eftir þau. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent
Það er enginn skortur á spennandi framboði nýrra og flottra bíla frá Audi um þessar mundir. Eitt óvæntasta útspil Audi hlýtur þó að teljast þessi bíll sem kynntur verður blaðamönnum og almenningi á bílasýningunni í Frankfurt sem var að opna. Bíllinn hefur fengið nafnið Audi Nanuk Quattro og er með 10 strokka dísilvél sem skilar þessum 1.900 kílóa bíl á 100 km hraða á 3,8 sekúndum. Ekki er hægt að verjast því að sjá Lamborghini svip á þessum bíl, en Lamborghini tilheyrir einmitt Volkswagen bílafjölskyldunni, rétt eins og Audi. Bíllinn sýnist á myndum ansi háfættur og ætti fyrir vikið að geta kljást við torfærari vegi, enda dekkin að auki risastór. Engum sögum fer um það hvort fjöldaframleiðsla muni hefjast á þessum bíl og er Audi vafalaust með þessu að fá í fyrstu viðbrögð við bílnum og tekur ákvarðanir eftir þau.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent