Naut ruglast á mótorhjóli og kú Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2013 08:45 Vonbrigði nautsins sem hér sést hafa fyrir víst verið mikil. Eins og flest önnur naut ætlaði það að sinna náttúrlegri skyldu sinni og fjölga í eigin stofni. Ekki verður þó fallegur kálfur til í þetta sinn. Nautið hélt að þar færi bærileg kú en reyndin var sú að þar fór álitlegt mótorhjól. Skondnar eru aðfarir nautsins er það hnusar fyrst að stýri hjólsins, röltir síðan aftur fyrir það og prílar svo aftan á það fullt áhuga og ákveðið í að sinna skyldu sinni. Við það fellur hjólið og vonbrigðin og undrun nautsins þess meiri. Vonandi tekst betur til við næstu sæðingu þessa duglega nauts. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent
Vonbrigði nautsins sem hér sést hafa fyrir víst verið mikil. Eins og flest önnur naut ætlaði það að sinna náttúrlegri skyldu sinni og fjölga í eigin stofni. Ekki verður þó fallegur kálfur til í þetta sinn. Nautið hélt að þar færi bærileg kú en reyndin var sú að þar fór álitlegt mótorhjól. Skondnar eru aðfarir nautsins er það hnusar fyrst að stýri hjólsins, röltir síðan aftur fyrir það og prílar svo aftan á það fullt áhuga og ákveðið í að sinna skyldu sinni. Við það fellur hjólið og vonbrigðin og undrun nautsins þess meiri. Vonandi tekst betur til við næstu sæðingu þessa duglega nauts.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent