Hyundai notar i20 í WRC rallíheimsbikarinn Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 14:45 Nú er ljóst hvaða bíl Hyundai ætlar að nota í keppni heimsbikarsins í rallí, WRC keppnina frægu sem byrjar eftir um 100 daga. Hyundai kynnti það í desember síðastliðnum að fyrirtækið ætlaði að taka þátt í keppninni en ekki var ljóst hvað bíl þeir myndu beita þar. Það verður Hyundai i20 sem Hyundai reyndar notaði í ágúst síðastliðnum í rallkeppni í Finnlandi. Prófanir á bílnum hafa staðið yfir í allt sumar og ekki verður slegið slöku við á áframhaldandi prófunum á bílnum fram að fyrstu keppninni. Það eru ökumennirnir Bryan Bouffier og Juho Hanninen, enn einn Finninn, sem eru að prófa bílana og eru þeir líklegir til þess að verða keppendur Hyundai í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Höfuðstöðvar rallliðs Hyundai er staðsett rétt utan við þýsku borgina Frankfurt. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent
Nú er ljóst hvaða bíl Hyundai ætlar að nota í keppni heimsbikarsins í rallí, WRC keppnina frægu sem byrjar eftir um 100 daga. Hyundai kynnti það í desember síðastliðnum að fyrirtækið ætlaði að taka þátt í keppninni en ekki var ljóst hvað bíl þeir myndu beita þar. Það verður Hyundai i20 sem Hyundai reyndar notaði í ágúst síðastliðnum í rallkeppni í Finnlandi. Prófanir á bílnum hafa staðið yfir í allt sumar og ekki verður slegið slöku við á áframhaldandi prófunum á bílnum fram að fyrstu keppninni. Það eru ökumennirnir Bryan Bouffier og Juho Hanninen, enn einn Finninn, sem eru að prófa bílana og eru þeir líklegir til þess að verða keppendur Hyundai í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Höfuðstöðvar rallliðs Hyundai er staðsett rétt utan við þýsku borgina Frankfurt.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent