Google Earth finnur stolna bíla Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 00:00 Stolni bíllinn, GMC Yukon jeppi. Bílþjófnaðir eru algengir í Bandaríkjunum og í mars sl. var stórum GMC Yukon jeppa stolið í Mississippi og hafði hann ekki fundist síðan, fyrr en í síðustu viku. Segja má að það sé alfarið leitarvélinni Google Earth að þakka að hann fannst. Sá sem það gerði var að skoða eigin landareign með aðstoð Google Earth er hann sá einkennilegan svartan blett sem hann kannaðist ekki við. Því gekk hann frá bóndabæ sínum að þeim stað og fann þennan líka fína jeppa. Hann stóð 70 metra frá næsta vegi og hefur þjófur bílsins ákveðið að fela bílinn þar. Maðurinn hringdi strax í lögregluna sem gat fyrir vikið leyst gamalt bílþjófnaðarmál. Þessi bíll er alls ekki fyrsti bíllinn sem finnst með aðstoð Google Earth eða sambærilegra leitarvéla, sem samsettar eru úr myndum sem teknar eru með þéttriðnu neti. Nú mega þjófarnir fara að vara sig. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent
Bílþjófnaðir eru algengir í Bandaríkjunum og í mars sl. var stórum GMC Yukon jeppa stolið í Mississippi og hafði hann ekki fundist síðan, fyrr en í síðustu viku. Segja má að það sé alfarið leitarvélinni Google Earth að þakka að hann fannst. Sá sem það gerði var að skoða eigin landareign með aðstoð Google Earth er hann sá einkennilegan svartan blett sem hann kannaðist ekki við. Því gekk hann frá bóndabæ sínum að þeim stað og fann þennan líka fína jeppa. Hann stóð 70 metra frá næsta vegi og hefur þjófur bílsins ákveðið að fela bílinn þar. Maðurinn hringdi strax í lögregluna sem gat fyrir vikið leyst gamalt bílþjófnaðarmál. Þessi bíll er alls ekki fyrsti bíllinn sem finnst með aðstoð Google Earth eða sambærilegra leitarvéla, sem samsettar eru úr myndum sem teknar eru með þéttriðnu neti. Nú mega þjófarnir fara að vara sig.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent