Google Earth finnur stolna bíla Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 00:00 Stolni bíllinn, GMC Yukon jeppi. Bílþjófnaðir eru algengir í Bandaríkjunum og í mars sl. var stórum GMC Yukon jeppa stolið í Mississippi og hafði hann ekki fundist síðan, fyrr en í síðustu viku. Segja má að það sé alfarið leitarvélinni Google Earth að þakka að hann fannst. Sá sem það gerði var að skoða eigin landareign með aðstoð Google Earth er hann sá einkennilegan svartan blett sem hann kannaðist ekki við. Því gekk hann frá bóndabæ sínum að þeim stað og fann þennan líka fína jeppa. Hann stóð 70 metra frá næsta vegi og hefur þjófur bílsins ákveðið að fela bílinn þar. Maðurinn hringdi strax í lögregluna sem gat fyrir vikið leyst gamalt bílþjófnaðarmál. Þessi bíll er alls ekki fyrsti bíllinn sem finnst með aðstoð Google Earth eða sambærilegra leitarvéla, sem samsettar eru úr myndum sem teknar eru með þéttriðnu neti. Nú mega þjófarnir fara að vara sig. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent
Bílþjófnaðir eru algengir í Bandaríkjunum og í mars sl. var stórum GMC Yukon jeppa stolið í Mississippi og hafði hann ekki fundist síðan, fyrr en í síðustu viku. Segja má að það sé alfarið leitarvélinni Google Earth að þakka að hann fannst. Sá sem það gerði var að skoða eigin landareign með aðstoð Google Earth er hann sá einkennilegan svartan blett sem hann kannaðist ekki við. Því gekk hann frá bóndabæ sínum að þeim stað og fann þennan líka fína jeppa. Hann stóð 70 metra frá næsta vegi og hefur þjófur bílsins ákveðið að fela bílinn þar. Maðurinn hringdi strax í lögregluna sem gat fyrir vikið leyst gamalt bílþjófnaðarmál. Þessi bíll er alls ekki fyrsti bíllinn sem finnst með aðstoð Google Earth eða sambærilegra leitarvéla, sem samsettar eru úr myndum sem teknar eru með þéttriðnu neti. Nú mega þjófarnir fara að vara sig.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent