Prjónaði friðarpeysur fyrir Yoko Ono og Jón Gnarr Kristján Hjálmarsson skrifar 10. október 2013 07:00 Friðrika Sæmundsdóttir prjónaði peysuna sem Yoko Ono skartaði í Viðey í gær. Mynd/Vilhelm „Þetta er mögulega toppurinn á prjónaferlinum. Ég hugsa að ég geti nú sest í helgan stein,“ segir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona sem prjónaði forlátar lopapeysur með friðarmerkinu á fyrir Jón Gnarr borgarstjóra og tónlistarkonuna Yoko Ono. Jón og Yoko klæddust bæði peysum þegar friðarsúlan var tendruð í Viðey í sjötta sinn í gær, á afmælisdegi John Lennons. Þetta eru þó ekki einu peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað því hún á líka heiðurinn að lopapeysu borgarstjórans með anarkistamerkinu sem og peysunni með sjálfu skjaldarmerki höfuðborgarinnar. Báðar peysur hafa vakið mikla athygli. „Ég og Jóka konan hans Jóns erum vinir og þannig hófst allt þetta peysuævintýri," útskýrir Jóhanna Friðrika. „Ég prjónaði peysuna með anarkistamerkinu þegar hann var nýtekinn við. Það var svona „fuck the system“. Þegar það voru allir farnir að ráðast á hann prjónaði ég hins vegar Reykjavíkurborgarpeysuna sem á að vera einhverskonar skjöldur." Jóhanna Friðrika segir að friðarmerkispeysan hafi átt að vera hluti af seríu borgarstjórans og eigi að tákn ást og frið fyrir allt mannkyn. Þegar Yoko hafi hins vegar átt afmæli hafi sú hugmynd kviknað hjá Jóni og Jóku konu hans að gefa henni slíka peysu. Hún hafi síðan fengið peysuna þegar hún kom til landsins.“ Þegar Vísir náði tali af Jóhönnu Friðriku í gærkvöldi var hún nýkomin úr Viðey. „Þetta er búið að vera æðislegur dagur. Ég var að koma úr æðislegri ferð úr Viðey og ég var í allan dag í Höfða," segir prjónakonan sem fékk einnig að hitta sjálfa Yoko Ono. „Hún var svakalega ánægð með peysuna og ég var rosalega ánægð að hún skildi passa. Ég fór og gúgglaði „Yoko Ono size“ og sem fer passaði hún.“Jón Gnarr og peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað á hann.Yoko tjáði Jóhönnu Friðriku að hún hefði sjálf prjónað í gamla daga. Svo heppilega vildi til að kortið sem fylgdi peysunni var vinnuplagg Jóhönnu að peysunni - þar sem hún var búinn að teikna písmerkið og telja út allar umferðir. „Yoko var afskaplega ánægð með kortið og sagðist geta farið að prjóna á ný.“ Jóhanna Friðrika vinnur á Hannesarholti þar sem hún bakar brauð og kökur. Hún er auk þess í mastersnámi í ritlist í háskólanum. „Þetta er arfleið í kvenlegg. Mamma er mikill prjónari og amma líka. Ég hef líka mikinn metnað í að gera prjónaskap hátt undir höfði því þetta er svo merkileg arfleið. Það eru í raun mjög fáar konur sem prjóna ekki en því miður er alltaf verið að gera lítið úr handverkinu," segir Jóhanna Friðrika. „Fyrir mér er prjónaskapurin svolítið eins og að hugleiða. Það er svo margt sem fer í gegnum hugann. Ég hef til dæmis lent í því að ætla að prjóna eitthvað á sjálfa mig en svo fer ég kannski að hugsa um einhvern annan á meðan ég prjóna flíkina. Þegar hún er svo tilbún get ég ekki farið í hana því hún er ætluðu einhverjum öðrum.“ Eins og gefur að skilja hefur mikið verið rætt um peysur borgarstjórans hjá samstarfsfólki hans í borgarstjórna. Jóhanna Friðrika hitti mörg hver í fyrsta skipti í dag. „Bjössi aðstoðarmaður Jóns varð mjög hissa þegar hann komst að því að ég hafði verið að prjóna peysurnar. Hann hélt alltaf að það hefði verið sjötug kona," segir Jóhanna Friðrika og skellir upp úr. Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Þetta er mögulega toppurinn á prjónaferlinum. Ég hugsa að ég geti nú sest í helgan stein,“ segir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona sem prjónaði forlátar lopapeysur með friðarmerkinu á fyrir Jón Gnarr borgarstjóra og tónlistarkonuna Yoko Ono. Jón og Yoko klæddust bæði peysum þegar friðarsúlan var tendruð í Viðey í sjötta sinn í gær, á afmælisdegi John Lennons. Þetta eru þó ekki einu peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað því hún á líka heiðurinn að lopapeysu borgarstjórans með anarkistamerkinu sem og peysunni með sjálfu skjaldarmerki höfuðborgarinnar. Báðar peysur hafa vakið mikla athygli. „Ég og Jóka konan hans Jóns erum vinir og þannig hófst allt þetta peysuævintýri," útskýrir Jóhanna Friðrika. „Ég prjónaði peysuna með anarkistamerkinu þegar hann var nýtekinn við. Það var svona „fuck the system“. Þegar það voru allir farnir að ráðast á hann prjónaði ég hins vegar Reykjavíkurborgarpeysuna sem á að vera einhverskonar skjöldur." Jóhanna Friðrika segir að friðarmerkispeysan hafi átt að vera hluti af seríu borgarstjórans og eigi að tákn ást og frið fyrir allt mannkyn. Þegar Yoko hafi hins vegar átt afmæli hafi sú hugmynd kviknað hjá Jóni og Jóku konu hans að gefa henni slíka peysu. Hún hafi síðan fengið peysuna þegar hún kom til landsins.“ Þegar Vísir náði tali af Jóhönnu Friðriku í gærkvöldi var hún nýkomin úr Viðey. „Þetta er búið að vera æðislegur dagur. Ég var að koma úr æðislegri ferð úr Viðey og ég var í allan dag í Höfða," segir prjónakonan sem fékk einnig að hitta sjálfa Yoko Ono. „Hún var svakalega ánægð með peysuna og ég var rosalega ánægð að hún skildi passa. Ég fór og gúgglaði „Yoko Ono size“ og sem fer passaði hún.“Jón Gnarr og peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað á hann.Yoko tjáði Jóhönnu Friðriku að hún hefði sjálf prjónað í gamla daga. Svo heppilega vildi til að kortið sem fylgdi peysunni var vinnuplagg Jóhönnu að peysunni - þar sem hún var búinn að teikna písmerkið og telja út allar umferðir. „Yoko var afskaplega ánægð með kortið og sagðist geta farið að prjóna á ný.“ Jóhanna Friðrika vinnur á Hannesarholti þar sem hún bakar brauð og kökur. Hún er auk þess í mastersnámi í ritlist í háskólanum. „Þetta er arfleið í kvenlegg. Mamma er mikill prjónari og amma líka. Ég hef líka mikinn metnað í að gera prjónaskap hátt undir höfði því þetta er svo merkileg arfleið. Það eru í raun mjög fáar konur sem prjóna ekki en því miður er alltaf verið að gera lítið úr handverkinu," segir Jóhanna Friðrika. „Fyrir mér er prjónaskapurin svolítið eins og að hugleiða. Það er svo margt sem fer í gegnum hugann. Ég hef til dæmis lent í því að ætla að prjóna eitthvað á sjálfa mig en svo fer ég kannski að hugsa um einhvern annan á meðan ég prjóna flíkina. Þegar hún er svo tilbún get ég ekki farið í hana því hún er ætluðu einhverjum öðrum.“ Eins og gefur að skilja hefur mikið verið rætt um peysur borgarstjórans hjá samstarfsfólki hans í borgarstjórna. Jóhanna Friðrika hitti mörg hver í fyrsta skipti í dag. „Bjössi aðstoðarmaður Jóns varð mjög hissa þegar hann komst að því að ég hafði verið að prjóna peysurnar. Hann hélt alltaf að það hefði verið sjötug kona," segir Jóhanna Friðrika og skellir upp úr.
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira