Björn Róbert matar samherja sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2013 08:30 Björn Róbert Sigurðarson Mynd/Stefán Íshokkíkappinn Björn Róbert Sigurðarson hefur farið afar vel af stað í fyrstu leikjum Aberdeen Wings í NAHL-deildinni vestanhafs. Grafarvogsbúinn uppaldi er næststigahæsti leikmaður liðsins í fyrstu átta leikjum tímabilsins. Eftir frábæra byrjun töpuðu Vængirnir í Suður-Dakóta tveimur leikjum um liðna helgi. Liðið er í þriðja sæti af fimm liðum í miðdeildinni en NAHL-deildinni er skipt í fjórar deildir. „Aðstæðurnar hérna eru frábærar og manni líður eins og maður sé í atvinnumennsku,“ segir Björn Róbert sem líkar dvölin vestanhafs vel. Hann dvaldi í Danmörku síðastliðinn vetur og iðkaði íþrótt sína en segir umgjörðina sérstaklega góða í Aberdeen. „Það er ekki verra að fá í kringum 2000 manns á heimaleiki í hokkídeild 21 árs og yngri,“ segir Björn Róbert sem hefur náð sér vel á strik. Hann hefur skorað eitt mark en er í fjórða sæti í deildinni yfir flestar stoðsendingar. Þær eru orðnar níu eftir átta leiki. Þá er hann næststigahæsti maður liðsins þegar miðað er við mörk og stoðsendingar. „Það er borin mikil virðing fyrir liðinu í bænum svo maður fær mikla athygli,“ segir Björn sem er sáttur við sína stöðu í liðinu. Þá kann hann vel að meta þjálfara liðsins. Frammistaða Björns á dögunum varð til þess að hann var valinn í lið vikunnar. Þá átti hann fimm stoðsendingar í tveimur sigurleikjum Vængjanna. Íþróttir Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Sjá meira
Íshokkíkappinn Björn Róbert Sigurðarson hefur farið afar vel af stað í fyrstu leikjum Aberdeen Wings í NAHL-deildinni vestanhafs. Grafarvogsbúinn uppaldi er næststigahæsti leikmaður liðsins í fyrstu átta leikjum tímabilsins. Eftir frábæra byrjun töpuðu Vængirnir í Suður-Dakóta tveimur leikjum um liðna helgi. Liðið er í þriðja sæti af fimm liðum í miðdeildinni en NAHL-deildinni er skipt í fjórar deildir. „Aðstæðurnar hérna eru frábærar og manni líður eins og maður sé í atvinnumennsku,“ segir Björn Róbert sem líkar dvölin vestanhafs vel. Hann dvaldi í Danmörku síðastliðinn vetur og iðkaði íþrótt sína en segir umgjörðina sérstaklega góða í Aberdeen. „Það er ekki verra að fá í kringum 2000 manns á heimaleiki í hokkídeild 21 árs og yngri,“ segir Björn Róbert sem hefur náð sér vel á strik. Hann hefur skorað eitt mark en er í fjórða sæti í deildinni yfir flestar stoðsendingar. Þær eru orðnar níu eftir átta leiki. Þá er hann næststigahæsti maður liðsins þegar miðað er við mörk og stoðsendingar. „Það er borin mikil virðing fyrir liðinu í bænum svo maður fær mikla athygli,“ segir Björn sem er sáttur við sína stöðu í liðinu. Þá kann hann vel að meta þjálfara liðsins. Frammistaða Björns á dögunum varð til þess að hann var valinn í lið vikunnar. Þá átti hann fimm stoðsendingar í tveimur sigurleikjum Vængjanna.
Íþróttir Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Sjá meira