Fótbolti

Bestu þjóðirnar mætast ekki í umspilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið það út að það "bestu" þjóðirnar muni ekki mætast innbyrðis í umspilinu í undankeppni HM heldur verður þjóðunum raðað í efri og neðri styrkleikaflokk fyrir dráttinn.

Ísland er ein af þjóðunum sem er að berjast um það að komast í umspilið en þar verða átta af níu þjóðum sem enda í 2. sæti í sínum riðli í undankeppni UEFA. Ísland er eins og er í 2. sæti í sínum riðli og ennfremur með þriðja besta árangurinn af þeim þjóðum sem eru þessa stundina í öðru sætinu í sínum riðlum.

Fari þessar átta þjóðir áfram sem eru í öðru sæti sinna riðla í dag þá myndi Ísland þá líklega mæta Króatíu, Portúgal, Grikklandi eða Svíþjóð í umspilinu. Ísland yrði í neðri styrkleikaflokknum með Frakklandi, Úkraínu og Ungverjalandi.

Það á enn eftir að spila tvær síðustu umferðirnar í riðlinum og það getur því margt breyst áður en það kemur endanlega í ljós hvaða átta þjóðir fara í umspilið. Ísland mætir Kýpur á föstudaginn og lokaleikurinn er síðan út í Noregi eftir viku.

Drátturinn mun síðan fara fram í Zurich 21. október næstkomandi og leikirnir verða síðan spilaðir 15. og 19. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×