Dísilgufur skemma fyrir býflugum Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2013 10:15 Þessi býfluga fann þó blóm. Útblástur bíla er ekki sérlega náttúruvænn og enn ein birtingarmynd þess hefur nú verið uppgötvuð. Niturgufur sem koma frá dísilbílum, þ.e. efnasamböndin NO og NO2, breyta þeim efnasamböndum sem koma frá blómum og tæla býflugur til sín með lykt. Fyrir vikið finna býflugurnar síður þessi blóm, komast ekki í hunang þeirra og frjóvga blómin ekki að launum. Greint er frá þessari rannsókn í National Geographic. Hún beindist sérstaklega að gufum sem koma frá dísilbílum, en hættulegar niturgufur koma reyndar einnig frá bensínbílum, en ekki í sama magni. Það var háskólinn í Southampton sem stóð að þessari rannsókn. Lyktarefnin farnesene og terpinene sem blóm framleiða laða býflugur að þeim, en þessi efni brotna niður þegar niturgufurnar komast í snertingu við þau. Rannsóknin leiddi í ljós að afar lítið þarf af niturgufum til að skemma þessa virkni og hegðun býflugnanna breytist hratt. Niðurstaða þessarar rannsóknar stemmir ágætlega við slakan viðgang býflugna, en þeim hefur fækkað mjög í Bretlandi og víðar, líklega mikið til vegna þessara eiturgufa. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent
Útblástur bíla er ekki sérlega náttúruvænn og enn ein birtingarmynd þess hefur nú verið uppgötvuð. Niturgufur sem koma frá dísilbílum, þ.e. efnasamböndin NO og NO2, breyta þeim efnasamböndum sem koma frá blómum og tæla býflugur til sín með lykt. Fyrir vikið finna býflugurnar síður þessi blóm, komast ekki í hunang þeirra og frjóvga blómin ekki að launum. Greint er frá þessari rannsókn í National Geographic. Hún beindist sérstaklega að gufum sem koma frá dísilbílum, en hættulegar niturgufur koma reyndar einnig frá bensínbílum, en ekki í sama magni. Það var háskólinn í Southampton sem stóð að þessari rannsókn. Lyktarefnin farnesene og terpinene sem blóm framleiða laða býflugur að þeim, en þessi efni brotna niður þegar niturgufurnar komast í snertingu við þau. Rannsóknin leiddi í ljós að afar lítið þarf af niturgufum til að skemma þessa virkni og hegðun býflugnanna breytist hratt. Niðurstaða þessarar rannsóknar stemmir ágætlega við slakan viðgang býflugna, en þeim hefur fækkað mjög í Bretlandi og víðar, líklega mikið til vegna þessara eiturgufa.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent