Spergilkál og sinnepskál með ostakremi 7. október 2013 17:00 Í meðfylgjandi myndbandi fer Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, í heimsókn í sveitina og ræðir við sína birgja. Grillið hefur keypt kryddjurtir og annað grænmeti frá lífrænt vottaða býlinu Engi í Laugarási frá því á níunda áratugnum og er einn elsti viðskiptavinur bændanna. Í Silfurtúni við Flúðir eru ræktuð jarðarber í tonnatali en meðal þess sem Grillið fær þaðan eru græn jarðarber. Í myndbandinu heimsækir Sigurður bæði Engi og Silfurtún. Einnig fáum við að skyggnast inn í eldhúsið á Grillinu þar sem gengið er frá maríneruðum makríl og dýrindis eftirrétti með jarðarberjum. Þá gefa kokkarnir á Grillinu hér girnilega uppskrift að skemmtilegum grænmetisrétt sem hentar líka vel sem meðlæti með fiski. Spergilkál og sinnepskál frá Engi með Ísbúa ostakremi Spergilkálsragout 100g brokkolítoppar 100g minni brokkolístilkar 70g vorlaukur 50g sólblómafræ Aðferð:Fræin ristuð á pönnu í smá olíu og krydduð með salti. Topparnir eru teknir ofan af krónunum með hníf, halda þeim í sömu stærð. Stilkarnir eru saxaðir fínt. Vorlaukur saxaður mjög fínt í sneiðar. Blandið vel saman og eldið í potti, mjög hratt í smá olíu. Kryddið með salti og vel af sítrónusafa. Epla vinaigrette 40 g vatn 15 g gott eplaedik 6 g sykur 3 g salt Aðferð:Sjóðið upp á ediki, vatni, salti og sykri til að leysa saltið og sykurinn upp. Kælið. Spergilkálsstilkur 1 stk spergilkálsstilkur Aðferð: Stilkurinn er hreinsaður og skafinn ef þarf. Sjóðið í 10% saltvatni örsnöggt, rétt til að elda ysta lagið. Grillið stilkinn og dressið með eplavinaigrette á eftir.Sinnepskál Pillið í sundur sinnepskálið og skolið í klakavatni. Þerrið vel og dressið með eplavinaigrette og raðið á diskinn. Ísbúakrem 180 g Ísbúi rifinn 20 g vatn 470 g vínberjasteinsolía 110 g gott eplaedik 3 stk. egg Aðferð: Eldið eggin í sjóðandi vatni í 4 mín. og snöggkælið. Setið egg, vatn, rifinn ísbúa og eplaedik í blandara. Vinnið vel saman og bætið vínberjasteinsolíu rólega út í til að gera majoneskrem. Takið úr blandaranum og kryddið til með salti og pipar. Sigurður ræðir við Ingólf á Engi. Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Í meðfylgjandi myndbandi fer Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, í heimsókn í sveitina og ræðir við sína birgja. Grillið hefur keypt kryddjurtir og annað grænmeti frá lífrænt vottaða býlinu Engi í Laugarási frá því á níunda áratugnum og er einn elsti viðskiptavinur bændanna. Í Silfurtúni við Flúðir eru ræktuð jarðarber í tonnatali en meðal þess sem Grillið fær þaðan eru græn jarðarber. Í myndbandinu heimsækir Sigurður bæði Engi og Silfurtún. Einnig fáum við að skyggnast inn í eldhúsið á Grillinu þar sem gengið er frá maríneruðum makríl og dýrindis eftirrétti með jarðarberjum. Þá gefa kokkarnir á Grillinu hér girnilega uppskrift að skemmtilegum grænmetisrétt sem hentar líka vel sem meðlæti með fiski. Spergilkál og sinnepskál frá Engi með Ísbúa ostakremi Spergilkálsragout 100g brokkolítoppar 100g minni brokkolístilkar 70g vorlaukur 50g sólblómafræ Aðferð:Fræin ristuð á pönnu í smá olíu og krydduð með salti. Topparnir eru teknir ofan af krónunum með hníf, halda þeim í sömu stærð. Stilkarnir eru saxaðir fínt. Vorlaukur saxaður mjög fínt í sneiðar. Blandið vel saman og eldið í potti, mjög hratt í smá olíu. Kryddið með salti og vel af sítrónusafa. Epla vinaigrette 40 g vatn 15 g gott eplaedik 6 g sykur 3 g salt Aðferð:Sjóðið upp á ediki, vatni, salti og sykri til að leysa saltið og sykurinn upp. Kælið. Spergilkálsstilkur 1 stk spergilkálsstilkur Aðferð: Stilkurinn er hreinsaður og skafinn ef þarf. Sjóðið í 10% saltvatni örsnöggt, rétt til að elda ysta lagið. Grillið stilkinn og dressið með eplavinaigrette á eftir.Sinnepskál Pillið í sundur sinnepskálið og skolið í klakavatni. Þerrið vel og dressið með eplavinaigrette og raðið á diskinn. Ísbúakrem 180 g Ísbúi rifinn 20 g vatn 470 g vínberjasteinsolía 110 g gott eplaedik 3 stk. egg Aðferð: Eldið eggin í sjóðandi vatni í 4 mín. og snöggkælið. Setið egg, vatn, rifinn ísbúa og eplaedik í blandara. Vinnið vel saman og bætið vínberjasteinsolíu rólega út í til að gera majoneskrem. Takið úr blandaranum og kryddið til með salti og pipar. Sigurður ræðir við Ingólf á Engi.
Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira