Leikmaður Aftureldingar kýldi dómarann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2013 22:33 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Aðsend Upp úr sauð í viðureign Aftureldingar og Stjörnunnar í Mikasa-deild karla í blaki í kvöld. Tveir úr liði Mosfellinga voru sendir í sturtu. Annar fyrir að slá dómarann. Samkvæmt heimildum Vísis átti dómari leiksins, sem ekki hefur mikla reynslu af dómgæslu í efstu deild, í töluverðu basli með að dæma leikinn. Voru fjölmargir dómar sem leikmenn beggja liða klóruðu sér í hausnum yfir. Stjarnan vann 26-24 sigur í fyrstu hrinu sem var æsispennandi en Afturelding svaraði með 25-18 sigri í næstu hrinu. Í þriðju hrinu sauð upp úr. Leikmaður Aftureldingar, Ismar að nafni, fékk aðvörun (rautt spjald) fyrir hávær mótmæli í garð dómarans í stöðunni 14-21 fyrir Stjörnuna. Voru heimamenn ósáttir við að dómari leiksins gaf Stjörnumönnum ítrekað kost á því að gefa upp án þess að Mosfellingar væru búnir að stilla upp. Áðurnefndur Ismar ítrekaði óánægju sína með dómgæsluna skömmu síðar og var sendur í sturtu (gult og rautt spjald). Heimamenn voru afar ósáttir og sauð á þeim.Úr leiknum í kvöld.Mynd/AðsendÞegar Stjörnuna vantaði eitt stig til að tryggja sér sigur gerðist annað umdeilt atvik. Stillt var upp í skell fyrir Ivo Bartkevics sem sló boltann beint í dómarann. Fékk Bartkevics aðvörun (rautt spjald) fyrir athæfið. Í leikhléi milli hrinanna tók steininn úr. Áðurnefndur Bartkevics sló þá dómarann af miklu afli með hnefanum í bringuna. Dómarinn hneig til jarðar og missti andann í skamma stund. Hann jafnaði sig þó og vísaði Bartkevics af velli sem brást afar illa við. Þrátt fyrir uppákomuna ákvað dómarinn að leik skildi fram haldið. Svo fór að Stjarnan hafði sigur í fjórðu og síðustu hrinunni 26-24 og þar með 3-1. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Benedikt Baldur Tryggvason með 11 stig og Róbert Karl Hlöðversson með 10 stig. Í liði Aftureldingar voru bræðurnir Hilmar Sigurjónsson og Jóhann Eiríksson með 15 stig hvor.Stjórn Blaksambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins. Íþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira
Upp úr sauð í viðureign Aftureldingar og Stjörnunnar í Mikasa-deild karla í blaki í kvöld. Tveir úr liði Mosfellinga voru sendir í sturtu. Annar fyrir að slá dómarann. Samkvæmt heimildum Vísis átti dómari leiksins, sem ekki hefur mikla reynslu af dómgæslu í efstu deild, í töluverðu basli með að dæma leikinn. Voru fjölmargir dómar sem leikmenn beggja liða klóruðu sér í hausnum yfir. Stjarnan vann 26-24 sigur í fyrstu hrinu sem var æsispennandi en Afturelding svaraði með 25-18 sigri í næstu hrinu. Í þriðju hrinu sauð upp úr. Leikmaður Aftureldingar, Ismar að nafni, fékk aðvörun (rautt spjald) fyrir hávær mótmæli í garð dómarans í stöðunni 14-21 fyrir Stjörnuna. Voru heimamenn ósáttir við að dómari leiksins gaf Stjörnumönnum ítrekað kost á því að gefa upp án þess að Mosfellingar væru búnir að stilla upp. Áðurnefndur Ismar ítrekaði óánægju sína með dómgæsluna skömmu síðar og var sendur í sturtu (gult og rautt spjald). Heimamenn voru afar ósáttir og sauð á þeim.Úr leiknum í kvöld.Mynd/AðsendÞegar Stjörnuna vantaði eitt stig til að tryggja sér sigur gerðist annað umdeilt atvik. Stillt var upp í skell fyrir Ivo Bartkevics sem sló boltann beint í dómarann. Fékk Bartkevics aðvörun (rautt spjald) fyrir athæfið. Í leikhléi milli hrinanna tók steininn úr. Áðurnefndur Bartkevics sló þá dómarann af miklu afli með hnefanum í bringuna. Dómarinn hneig til jarðar og missti andann í skamma stund. Hann jafnaði sig þó og vísaði Bartkevics af velli sem brást afar illa við. Þrátt fyrir uppákomuna ákvað dómarinn að leik skildi fram haldið. Svo fór að Stjarnan hafði sigur í fjórðu og síðustu hrinunni 26-24 og þar með 3-1. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Benedikt Baldur Tryggvason með 11 stig og Róbert Karl Hlöðversson með 10 stig. Í liði Aftureldingar voru bræðurnir Hilmar Sigurjónsson og Jóhann Eiríksson með 15 stig hvor.Stjórn Blaksambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins.
Íþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira