Framarar hafa rætt við Láka og Sigga Ragga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2013 10:00 Þorlákur Árnason. Mynd/Ernir Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Þorlákur Árnason eru á óskalista Framara sem leita að þjálfara fyrir karlalið félagsins í knattspyrnu. Ríkharður Daðason afþakkaði boð Fram um að halda áfram störfum á dögunum. „Ef að það er einhvern tímann staður og stund til að spýta í lófana, taka smá „sjénsa“ og gefa sér færi á að ná að komast aftur upp á meðal þeirra bestu þá er það þegar þú kemst í Evrópukeppni," sagði Ríkharður við Fréttablaðið í vikunni. Heimildir Vísis herma að Ríkharður hafi viljað nota þá peninga sem Fram fær vegna þátttöku í forkeppni Evrópudeildar til að styrkja liðið. Þar dansaði hann ekki í takti við stjórn knattspyrnudeildar Fram. Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði í samtali við Vísi í gær að tveir menn væru efstir á blaðið. Hann sagði viðræður á góðu stigi en ekki líklegt að gengið yrði frá ráðningu fyrr en seint um helgina eða í næstu viku. Samkvæmt heimildum Vísis hafa Framarar átt í viðræðum bæði við Þorlák Árnason, fyrrverandi þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Þorlákur, sem lét af störfum í Garðabænum á fimmtudaginn, vildi hvorki staðfesta né neita að hafa átt í viðræðum við Framara í samtali við Vísi. Hann ætlaði út úr bænum yfir helgina og taka því rólega. Hann viðurkenndi þó að hafa áhuga á að taka við karlaliði. Sigurður Ragnar fór hins vegar í viðtal vegna starfs þjálfara enska kvennalandsliðsins í gær. Möguleiki er á að Sigurður Ragnar verði boðaður í framhaldsviðtal í kjölfarið. Því ekki ljóst hvenær hann ætti þess kost að gefa Frömurum skýrt svar. Heimir Hallgrímsson var einnig á óskalista Framara. Heimi bauðst starfið en afþakkaði boð Safamýrarfélagsins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Þorlákur Árnason eru á óskalista Framara sem leita að þjálfara fyrir karlalið félagsins í knattspyrnu. Ríkharður Daðason afþakkaði boð Fram um að halda áfram störfum á dögunum. „Ef að það er einhvern tímann staður og stund til að spýta í lófana, taka smá „sjénsa“ og gefa sér færi á að ná að komast aftur upp á meðal þeirra bestu þá er það þegar þú kemst í Evrópukeppni," sagði Ríkharður við Fréttablaðið í vikunni. Heimildir Vísis herma að Ríkharður hafi viljað nota þá peninga sem Fram fær vegna þátttöku í forkeppni Evrópudeildar til að styrkja liðið. Þar dansaði hann ekki í takti við stjórn knattspyrnudeildar Fram. Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði í samtali við Vísi í gær að tveir menn væru efstir á blaðið. Hann sagði viðræður á góðu stigi en ekki líklegt að gengið yrði frá ráðningu fyrr en seint um helgina eða í næstu viku. Samkvæmt heimildum Vísis hafa Framarar átt í viðræðum bæði við Þorlák Árnason, fyrrverandi þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Þorlákur, sem lét af störfum í Garðabænum á fimmtudaginn, vildi hvorki staðfesta né neita að hafa átt í viðræðum við Framara í samtali við Vísi. Hann ætlaði út úr bænum yfir helgina og taka því rólega. Hann viðurkenndi þó að hafa áhuga á að taka við karlaliði. Sigurður Ragnar fór hins vegar í viðtal vegna starfs þjálfara enska kvennalandsliðsins í gær. Möguleiki er á að Sigurður Ragnar verði boðaður í framhaldsviðtal í kjölfarið. Því ekki ljóst hvenær hann ætti þess kost að gefa Frömurum skýrt svar. Heimir Hallgrímsson var einnig á óskalista Framara. Heimi bauðst starfið en afþakkaði boð Safamýrarfélagsins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira