Hlutabréf Tesla féllu um 290 milljarða við einn bruna Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2013 11:15 Í síðustu viku kviknaði í Tesla Model S bíl er han ók yfir stóran málmhlut. Við það hafa rafhlöður bílsins, sem eru undir honum öllum milli fram- og afturhjólanna, rifnað svo hressilega að eldur kviknaði. Það varð reyndar til þess að bíllinn brann allvel. Þessi eini bruni hefur orðið til þess að hlutabréf í Tesla hafa lækkað á markaði um eina 290 milljarða króna. Það er ansi dýr bruni, ekki síst í ljósi þess að það kviknar í venjulegum bensínbílum á hverjum degi og þá er sprengihætta talsvert meiri en í tilviki rafbíla. Reyndar kviknar í 180 þúsund bensín bílum í heiminum á hverju ári. Því ætti þessi eini bruni þessa bíls ekki að sjokkera tilvonandi kaupendur hans. Þessi lækkun hlutabréfvirðis Tesla segir nokkuð um þá histeríu sem getur gert vart við sig þegar um nýja tækni er að ræða. Hræðslu almennings ætti vart að gæta fyrr en þetta endurtekur sig, eða þá helst fyrst ef að bruni rafbíla verður algengari en í bensínbílum. Líklega verður það þó seint. Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent
Í síðustu viku kviknaði í Tesla Model S bíl er han ók yfir stóran málmhlut. Við það hafa rafhlöður bílsins, sem eru undir honum öllum milli fram- og afturhjólanna, rifnað svo hressilega að eldur kviknaði. Það varð reyndar til þess að bíllinn brann allvel. Þessi eini bruni hefur orðið til þess að hlutabréf í Tesla hafa lækkað á markaði um eina 290 milljarða króna. Það er ansi dýr bruni, ekki síst í ljósi þess að það kviknar í venjulegum bensínbílum á hverjum degi og þá er sprengihætta talsvert meiri en í tilviki rafbíla. Reyndar kviknar í 180 þúsund bensín bílum í heiminum á hverju ári. Því ætti þessi eini bruni þessa bíls ekki að sjokkera tilvonandi kaupendur hans. Þessi lækkun hlutabréfvirðis Tesla segir nokkuð um þá histeríu sem getur gert vart við sig þegar um nýja tækni er að ræða. Hræðslu almennings ætti vart að gæta fyrr en þetta endurtekur sig, eða þá helst fyrst ef að bruni rafbíla verður algengari en í bensínbílum. Líklega verður það þó seint.
Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent