Honda CR-V leiðir sölu jepplinga í BNA Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2013 15:15 Honda CR-V Þrátt fyrir að Ford Escape hafi selst best jepplinga í Bandaríkjunum í september hefur Honda CR-V selst meira á árinu þar. Ekki munar þar miklu, en Honda CR-V hefur selst í 229.082 eintökum en Ford Escape í 228.290 eintökum. Í þriðja sætinu er Chevrolet Equinox með 185.420 selda bíla og Toyota RAV4 með 160.242. Í flokki millistærðarfólksbíla er sem fyrr Toyota Camry söluhæsti bíllinn með 318.990 bíla, Honda Accord með 282.102 og Nissan Altima 249.518. Það er ekki fyrr en í fjórða sætinu sem Amerískt merki kemst á blað, en Ford Mondeo, sem heitir reyndar Fusion þar vestra, hefur selst í 226.293 eintökum og Chevrolet Malibu hefur selst í 154.950 eintökum. Eftir þeim koma svo Kórebílarnir Hyundai Sonata og Kia Optima með 152.702 og 124.056 bíla. Í flokki minni fólksbíla trónir Honda Civic efst með 253.561 seldan bíl, Toyota Corolla með 223.547, Chevrolet Cruze með 195.775, Hyundai Elantra með 194.593 og Ford Focus með 188.654. Sala bíla í Bandaríkjunum hefur verið í hæstu hæðum allt árið og stefnir heildarsalan í 16 milljón bíla. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent
Þrátt fyrir að Ford Escape hafi selst best jepplinga í Bandaríkjunum í september hefur Honda CR-V selst meira á árinu þar. Ekki munar þar miklu, en Honda CR-V hefur selst í 229.082 eintökum en Ford Escape í 228.290 eintökum. Í þriðja sætinu er Chevrolet Equinox með 185.420 selda bíla og Toyota RAV4 með 160.242. Í flokki millistærðarfólksbíla er sem fyrr Toyota Camry söluhæsti bíllinn með 318.990 bíla, Honda Accord með 282.102 og Nissan Altima 249.518. Það er ekki fyrr en í fjórða sætinu sem Amerískt merki kemst á blað, en Ford Mondeo, sem heitir reyndar Fusion þar vestra, hefur selst í 226.293 eintökum og Chevrolet Malibu hefur selst í 154.950 eintökum. Eftir þeim koma svo Kórebílarnir Hyundai Sonata og Kia Optima með 152.702 og 124.056 bíla. Í flokki minni fólksbíla trónir Honda Civic efst með 253.561 seldan bíl, Toyota Corolla með 223.547, Chevrolet Cruze með 195.775, Hyundai Elantra með 194.593 og Ford Focus með 188.654. Sala bíla í Bandaríkjunum hefur verið í hæstu hæðum allt árið og stefnir heildarsalan í 16 milljón bíla.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent