Stærsti vörubíll í heimi Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2013 13:15 Ekki taka margir vörubílar 450 tonn í skúffuna og fáir eru heldur með 4.600 hestafla vél, en þessi er það. Dekkin eru líka tvær mannhæðir. Vélin, eða öllu heldur vélarnar, sem eru tvær, eru hvor um sig 2.300 hestöfl og 16 strokka og samanlagt sprengirými þeirra er 130 lítrar. Hámarkshraði vörubílsins er ekki nema 65 km/klst. Fullhlaðinn vegur hann 893 tonn og hann verður notaður í námavinnslu í Hvíta Rússlandi. Það er fyrirtækið Belaz frá Hvíta Rússlandi sem smíðar vörubílinn og þeir vilja fá viðurkenningu frá Guinness World Records að þessi vörubíll sé sá stærsti í heimi. Það kæmi á óvart ef stærri vörubíll finnst. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent
Ekki taka margir vörubílar 450 tonn í skúffuna og fáir eru heldur með 4.600 hestafla vél, en þessi er það. Dekkin eru líka tvær mannhæðir. Vélin, eða öllu heldur vélarnar, sem eru tvær, eru hvor um sig 2.300 hestöfl og 16 strokka og samanlagt sprengirými þeirra er 130 lítrar. Hámarkshraði vörubílsins er ekki nema 65 km/klst. Fullhlaðinn vegur hann 893 tonn og hann verður notaður í námavinnslu í Hvíta Rússlandi. Það er fyrirtækið Belaz frá Hvíta Rússlandi sem smíðar vörubílinn og þeir vilja fá viðurkenningu frá Guinness World Records að þessi vörubíll sé sá stærsti í heimi. Það kæmi á óvart ef stærri vörubíll finnst.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent