Ástralskur þingmaður úr flokki bílaáhugamanna Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 10:30 Bílaáhugamaðurinn Ricky Muir er kominn á þing í Ástralíu. Fyrsti þingmaðurinn sem vitað er að sest hafi á þing fyrir bílaáhugamenn var kjörinn nýlega í Ástralíu. Hann heitir Ricky Muir og er meðlimur stjórmálaflokksins Australian Motoring Enthusiast Party, þ.e. flokknum Bílaáhugamenn. Þessi flokkur gætir hagsmuna bíleigenda og stendur vörð um alla þá þætti stjórnkerfisins sem snerta rekstur bifreiða, vegakerfi, reglugerðir, skattheimtu, öryggismál og bílakennslu og -fræðslu. Flokkurinn berst einnig fyrir samræmdri löggjöf um alla Ástralíu, en nú eru mismunandi reglugerðir um bíla sem gilda eftir landssvæðum þar. Í Ástralíu er ekki tjaldað til einnar nætur þegar kosið er því þingmenn eru kjörnir til 6 ára í senn og situr því Ricky Muir fyrir Victoria fylki til ársins 2019 fyrir flokkinn Bílaáhugamenn. Sannarlega var kominn tími til þess að einhver berðist fyrir hagsmunum bíleigenda á þingi einhversstaðar í heiminum. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent
Fyrsti þingmaðurinn sem vitað er að sest hafi á þing fyrir bílaáhugamenn var kjörinn nýlega í Ástralíu. Hann heitir Ricky Muir og er meðlimur stjórmálaflokksins Australian Motoring Enthusiast Party, þ.e. flokknum Bílaáhugamenn. Þessi flokkur gætir hagsmuna bíleigenda og stendur vörð um alla þá þætti stjórnkerfisins sem snerta rekstur bifreiða, vegakerfi, reglugerðir, skattheimtu, öryggismál og bílakennslu og -fræðslu. Flokkurinn berst einnig fyrir samræmdri löggjöf um alla Ástralíu, en nú eru mismunandi reglugerðir um bíla sem gilda eftir landssvæðum þar. Í Ástralíu er ekki tjaldað til einnar nætur þegar kosið er því þingmenn eru kjörnir til 6 ára í senn og situr því Ricky Muir fyrir Victoria fylki til ársins 2019 fyrir flokkinn Bílaáhugamenn. Sannarlega var kominn tími til þess að einhver berðist fyrir hagsmunum bíleigenda á þingi einhversstaðar í heiminum.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent