Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Akureyri 26-21 | Frábær endasprettur bjargaði Val Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafonehöllinni skrifar 18. október 2013 12:38 Geir Guðmundsson mætir sínum gömlu félögum í kvöld. myn Ótrúlegur endasprettur tryggði Val 26-21 sigur á Akureyri í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimvelli Vals. Akureyri var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Akureyri var þremur mörkum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá breytti Valur í fimm plús einn vörn sem lokaði flestum leiðum að markinu. Á sama tíma var Akureyri nokkuð manni færri og undir lokin gaf annars öflug vörn liðsins sig. Liðin voru lengi í gang í kvöld. Akureyri byrjaði betur og skoraði tvö fyrstu mörkin en Valur svaraði með fjórum mörkum í röð. Sóknir liðanna voru mjög lengi í gang en Akureyri náði að hrista sína saman á undan Val og lagði það grunninn að því að Akureyri komst yfir aftur og hélt forystunni allt til hálfleiks þar sem liðið var tveimur mörkum yfir 13-11. Akureyri hélt frumkvæðinu framan af seinni hálfleik var 17-20 yfir þegar korter var eftir. Sóknarleikur liðsins hafði fram að því gengið vel og vörnin verið góð en þá hrundi leikur liðsins og mótlætið fór að taka sinn toll en Akureyri var manni færri í 18 mínútur í leiknum auk þess sem ódýrum vítaköstum rigndi í leiknum. Valur skoraði níu af tíu síðustu mörkum leiksins síðustu 15 mínúturnar. Val dugði að leika vel í stundarfjóðung og vinna loks sigur eftir þrjú töp í röð. Liðin eru því nú jöfn að stigum í sjötta og sjöunda sæti með 4 stig en ÍBV er einnig með 4 stig í 5. sæti. Jovan Kukobat var langbesti leikmaður Akureyrar með 22 skot varin en innkoma Lárusar Helga Ólafssonar í mark Vals skipti sköpum því hann varði frábærlega seint í leiknum fyrir aftan góða vörn Vals. Ólafur: Heppnir að stórum hluta„Þau leyna á sér þessi stig víst, það er eitthvað sem þau gera. Það er bara það og þetta síðasta korter sem við getum horft jákvæðum augum á,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Vals eftir leikinn. „Við breyttum aðeins útaf í vörn og það er gott að við getum verið með plan b sem við getum byggt á. Hitt var alls ekki að virka og ég get tekið það á mig sem þjálfara. Þetta er búið að vera aðeins of mikið fyrir strákana. Þeir eru duglegir og allir af vilja gerðir en það er svolítið mikil spenna í þessu hjá okkur. „Það er mikil tregða í þessu sóknarlega og við skorum tvö, þrjú mörk sem ég myndi segja að væru mjúk mörk. Allt hitt er rosalega erfitt. Eins og við séum að spóla á svelli. „Strákarnir sýndu karakter. Við vorum við það að kokksa allir. Þrír tapleikir plús það að hlutirnir voru ekki að virka á 45 mínútu. „Við vorum heppnir líka í lokin. Við vorum heppnir að fá fráköst, heppnir að fá sum vítin þegar við skorum ekki á línunni og fáum víti. Þeir hefðu getað sleppt því að dæma. Við vorum heppnir með dóma líka og Akureyringar eru skiljanlega eitthvað leiðir yfir því. Ég greindi skiljanlega pirring yfir því. „Heppnir að stórum hluta en auðvitað líka smá karakter og vilji,“ sagði Ólafur sem skipti ekki eins miklu á fimmtán mínútna fresti og í fyrstu leikjum tímabilsins. „Það var nokkuð stór skipting í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik héldum við nokkurn vegin okkar. Ég er kannski að afsala mér svolítið ábyrgð með því að segja bara korter, korter. Mitt hlutverk er að skynja leikmenn, hvernig þeim líður og hvernig þeir eru að spila. Ég vil að allir spili og það verður áfram málið en ég geri engum greiða ef honum líður ekki vel og er að stressast upp og er þá ekki að hjálpa til. „Ég er líka að læra og er að sjá karakterana og hvernig þetta rúllar. „Þetta snýst um að hafa sem flesta aktíva. Það er sú speki. Ef allir eru góðir og með sjálfstraust þá getum við haldið því og við viljum reyna að halda því sem jafnast og allur hópurinn gangi nokkuð sáttur af velli en ekki bara einhverjir sjö,“ sagði Ólafur. Heimir: Þessi dómur í lokin var rosalegur„Ég ætla að taka það fram að mér fannst þeir dæma allt í lagi. Þeir héldu sinni línu og bæði lið fengu sín víti sem er tíska í dag en þessi dómur í lokin var rosalegur,“ sagði Heimir Örn Árnason allt annað en sáttur við það þegar Þrándur Gíslason fékk dýrar tvær mínútur þegar sex mínútur voru eftir að leiknum og staðan 21-20. „Við vorum búnir að vera í vörn í tvær mínútur, brjáluð barátta og búið að stoppa tímann fjórum sinnum til að þurrka gólfið. Svo fáum við tvær mínútur fyrir algjört bull. Þegar það er lítið skorað í lokin þá skiptir þetta öllu máli. Það er bara þannig. „Það var aftan í útaf og hinum megin ekki. Samræmið var svo sem allt í lagi í heildina. Mér fannst þetta ekki sanngjarn fimm marka sigur,“ sagði Heimir sem beit í tunguna á sér. „Mér fannst við með þá. Þetta var kjaftæði í lokin. Bæði við og utan að komandi aðstæður sem við stjórnum ekki. Við fáum nokkur aula mörk á okkur þar sem við stöndum vörn í tvær mínútur en ég trúi ekki að við höfum tapað. Við ætluðum að vinna þennan leik og mér fannst við eiga það skilið. Ég skil ekki hvað fór úrskeiðis á síðustu tíu.“ Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Ótrúlegur endasprettur tryggði Val 26-21 sigur á Akureyri í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimvelli Vals. Akureyri var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Akureyri var þremur mörkum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá breytti Valur í fimm plús einn vörn sem lokaði flestum leiðum að markinu. Á sama tíma var Akureyri nokkuð manni færri og undir lokin gaf annars öflug vörn liðsins sig. Liðin voru lengi í gang í kvöld. Akureyri byrjaði betur og skoraði tvö fyrstu mörkin en Valur svaraði með fjórum mörkum í röð. Sóknir liðanna voru mjög lengi í gang en Akureyri náði að hrista sína saman á undan Val og lagði það grunninn að því að Akureyri komst yfir aftur og hélt forystunni allt til hálfleiks þar sem liðið var tveimur mörkum yfir 13-11. Akureyri hélt frumkvæðinu framan af seinni hálfleik var 17-20 yfir þegar korter var eftir. Sóknarleikur liðsins hafði fram að því gengið vel og vörnin verið góð en þá hrundi leikur liðsins og mótlætið fór að taka sinn toll en Akureyri var manni færri í 18 mínútur í leiknum auk þess sem ódýrum vítaköstum rigndi í leiknum. Valur skoraði níu af tíu síðustu mörkum leiksins síðustu 15 mínúturnar. Val dugði að leika vel í stundarfjóðung og vinna loks sigur eftir þrjú töp í röð. Liðin eru því nú jöfn að stigum í sjötta og sjöunda sæti með 4 stig en ÍBV er einnig með 4 stig í 5. sæti. Jovan Kukobat var langbesti leikmaður Akureyrar með 22 skot varin en innkoma Lárusar Helga Ólafssonar í mark Vals skipti sköpum því hann varði frábærlega seint í leiknum fyrir aftan góða vörn Vals. Ólafur: Heppnir að stórum hluta„Þau leyna á sér þessi stig víst, það er eitthvað sem þau gera. Það er bara það og þetta síðasta korter sem við getum horft jákvæðum augum á,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Vals eftir leikinn. „Við breyttum aðeins útaf í vörn og það er gott að við getum verið með plan b sem við getum byggt á. Hitt var alls ekki að virka og ég get tekið það á mig sem þjálfara. Þetta er búið að vera aðeins of mikið fyrir strákana. Þeir eru duglegir og allir af vilja gerðir en það er svolítið mikil spenna í þessu hjá okkur. „Það er mikil tregða í þessu sóknarlega og við skorum tvö, þrjú mörk sem ég myndi segja að væru mjúk mörk. Allt hitt er rosalega erfitt. Eins og við séum að spóla á svelli. „Strákarnir sýndu karakter. Við vorum við það að kokksa allir. Þrír tapleikir plús það að hlutirnir voru ekki að virka á 45 mínútu. „Við vorum heppnir líka í lokin. Við vorum heppnir að fá fráköst, heppnir að fá sum vítin þegar við skorum ekki á línunni og fáum víti. Þeir hefðu getað sleppt því að dæma. Við vorum heppnir með dóma líka og Akureyringar eru skiljanlega eitthvað leiðir yfir því. Ég greindi skiljanlega pirring yfir því. „Heppnir að stórum hluta en auðvitað líka smá karakter og vilji,“ sagði Ólafur sem skipti ekki eins miklu á fimmtán mínútna fresti og í fyrstu leikjum tímabilsins. „Það var nokkuð stór skipting í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik héldum við nokkurn vegin okkar. Ég er kannski að afsala mér svolítið ábyrgð með því að segja bara korter, korter. Mitt hlutverk er að skynja leikmenn, hvernig þeim líður og hvernig þeir eru að spila. Ég vil að allir spili og það verður áfram málið en ég geri engum greiða ef honum líður ekki vel og er að stressast upp og er þá ekki að hjálpa til. „Ég er líka að læra og er að sjá karakterana og hvernig þetta rúllar. „Þetta snýst um að hafa sem flesta aktíva. Það er sú speki. Ef allir eru góðir og með sjálfstraust þá getum við haldið því og við viljum reyna að halda því sem jafnast og allur hópurinn gangi nokkuð sáttur af velli en ekki bara einhverjir sjö,“ sagði Ólafur. Heimir: Þessi dómur í lokin var rosalegur„Ég ætla að taka það fram að mér fannst þeir dæma allt í lagi. Þeir héldu sinni línu og bæði lið fengu sín víti sem er tíska í dag en þessi dómur í lokin var rosalegur,“ sagði Heimir Örn Árnason allt annað en sáttur við það þegar Þrándur Gíslason fékk dýrar tvær mínútur þegar sex mínútur voru eftir að leiknum og staðan 21-20. „Við vorum búnir að vera í vörn í tvær mínútur, brjáluð barátta og búið að stoppa tímann fjórum sinnum til að þurrka gólfið. Svo fáum við tvær mínútur fyrir algjört bull. Þegar það er lítið skorað í lokin þá skiptir þetta öllu máli. Það er bara þannig. „Það var aftan í útaf og hinum megin ekki. Samræmið var svo sem allt í lagi í heildina. Mér fannst þetta ekki sanngjarn fimm marka sigur,“ sagði Heimir sem beit í tunguna á sér. „Mér fannst við með þá. Þetta var kjaftæði í lokin. Bæði við og utan að komandi aðstæður sem við stjórnum ekki. Við fáum nokkur aula mörk á okkur þar sem við stöndum vörn í tvær mínútur en ég trúi ekki að við höfum tapað. Við ætluðum að vinna þennan leik og mér fannst við eiga það skilið. Ég skil ekki hvað fór úrskeiðis á síðustu tíu.“
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira