Sprenging í sölu Maserati Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2013 08:45 Maserati Ghibli Ítalski bílasmiðurinn Maserati var langt frá því í góðum málum í fyrra, en þá seldi fyrirtækið aðeins 6.300 bíla. Ákveðið var að blása til sóknar og tilkynnti Maserati að það ætlaði að selja 50.000 bíla strax árið 2015. Mikið var hlegið að þessum bjartsýnistilburðum. Sá hlátur hefur aðeins hljóðnað nú því Maserati hafa borist 22.500 pantanir á þessu ári og það aðeins að lokum septembermánaðar. Aðeins er um að ræða pantanir í þrjár gerðir bíla sem Maserati framleiðir nú, GranTurismo, Quattroporte og hinn glænýja Ghibli. Quttroporte er þeirra vinsælastur nú með 10.000 pantanir, Ghibli með 8.000 og GranTurismo með 5.000. Maserati er með fleiri bílgerðir á prjónunum og ef þær líka eins vel er aldrei að vita hvort fyrirtækið nær bara ekki markmiðum sínum. Maserati planleggur að kynna nýjan jeppling sem fengið hefur nafnið Levante á árinu 2015 og stjórnendur Maserati áætla að hann muni seljast í 25.000 eintökum það árið. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent
Ítalski bílasmiðurinn Maserati var langt frá því í góðum málum í fyrra, en þá seldi fyrirtækið aðeins 6.300 bíla. Ákveðið var að blása til sóknar og tilkynnti Maserati að það ætlaði að selja 50.000 bíla strax árið 2015. Mikið var hlegið að þessum bjartsýnistilburðum. Sá hlátur hefur aðeins hljóðnað nú því Maserati hafa borist 22.500 pantanir á þessu ári og það aðeins að lokum septembermánaðar. Aðeins er um að ræða pantanir í þrjár gerðir bíla sem Maserati framleiðir nú, GranTurismo, Quattroporte og hinn glænýja Ghibli. Quttroporte er þeirra vinsælastur nú með 10.000 pantanir, Ghibli með 8.000 og GranTurismo með 5.000. Maserati er með fleiri bílgerðir á prjónunum og ef þær líka eins vel er aldrei að vita hvort fyrirtækið nær bara ekki markmiðum sínum. Maserati planleggur að kynna nýjan jeppling sem fengið hefur nafnið Levante á árinu 2015 og stjórnendur Maserati áætla að hann muni seljast í 25.000 eintökum það árið.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent