Góðar líkur á að risagróðurhús rísi í Grindavík Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. október 2013 13:31 Tómatarækt er á næsta leiti í Grindavík verði af byggingu á risagróðurhúsi í útjaðri bæjarins. Góðar líkur er á því að 150 þúsund fermetra gróðurhús ætlað fyrir tómatarækt rísi í Grindavík. Gróðurhúsið er á stærð við 20 fótboltavelli og verður stærra en öllu gróðurhús á Íslandi samanlagt. Haldinn var íbúafundur í Grindavík í gær þar sem hollenska fjárfestingafélagið EsBro kynnti fyrir bæjarbúum fyrirhugað hátæknigróðurhús sem reisa á í útjaðri bæjarins. Gróðurhúsið verður engin smásmíði, 150 þúsund fermetrar að stærð eða um fimmföld stærð grunnflatar Smáralindar. Rækta á tómata á markað í Bretlandi en EsBro hefur vilyrði að samningi við birgja verslunarkeðjunnar Tesco sem rekur yfir 6300 verslanir á Bretlandseyjum. Áætlað er að um 125 störf skapist með þessu nýja gróðurhúsi ef af verður.Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík.Mynd/Jón JúlíusHafa áhyggjur af ljósmengun Grindvíkingar lýstu yfir áhyggjum sínum af ljósmengun sem gæti skapast af þessu risagróðurhúsi. Fulltrúar hollenska fyrirtækisins fullvissuðu Grindvíkinga um að gróðurhúsið væri hannað með tvöföldum skermum og því myndi aðeins 5% af heildarljósmagni sleppa út úr gróðurhúsinu. Ljósmengun yrði því ekki vandamál. Róbert Ragnarsson, bæjarstóri í Grindavík, var ánægður með íbúafundinn. „Bæjarbúar spurðu mikið og Hollendingarnir voru hreinskiptir í sínum svörum. Það kom fram mikið af nýjum upplýsingum sem íbúar geta melt og komið sínum ábendingum á framfæri í skipulagsgerðinni,“ segir Róbert. Hann telur ágætar líkur á því að gróðurhúsið verði að veruleika. „Maður veit aldrei. Hollendingarnir voru spurðir á fundinum hversu ákveðnir þeir væru í að klára þessa framkvæmd. Þeir eru ákveðnir í að reisa gróðurhús og þurfa að standa við sínar skuldbindingar gagnvart kaupandanum. Hvort að gróðurhúsið muni rísa hér eða annars staðar kemur í ljós. Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út og við höldum áfram að vinna í þessu.“ „Þarna gætum við verið að fá inn nýja atvinnustarfsemi sem getur skapað fleiri tækifæri og fleiri störf. Það myndi efla samfélagið í Grindavík,“ bætir Róbert við. Fulltrúar Esbro vonast til að ná samkomulagi við bæjaryfirvöld í Grindavík um byggingu gróðurhússins. Náist samkomulag gætu framkvæmdir jafnvel hafist snemma á næsta ári.Dökkleiti reiturinn merkir mögulega staðsetningu á risagróðurhúsinu í útjaðri Grindavíkur. Það verður skammt frá Húsatóftavelli, golfvelli Grindvíkinga.Mynd/GrindavíkUm 70 Grindvíkingar mættu á íbúafund í Kvikunni í gær til að fræðast um nýtt gróðurhús sem mögulega gæti risið í útjaðri Grindavíkur.Mynd/Jón JúlíusMichael Visser, fulltrúi hollenska fyrirtækisins EsBro, fræddi Grindvíkinga um hátækni gróðurhús sem fyrirtækið áformar að reisa.Mynd/Jón Júlíus Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Góðar líkur er á því að 150 þúsund fermetra gróðurhús ætlað fyrir tómatarækt rísi í Grindavík. Gróðurhúsið er á stærð við 20 fótboltavelli og verður stærra en öllu gróðurhús á Íslandi samanlagt. Haldinn var íbúafundur í Grindavík í gær þar sem hollenska fjárfestingafélagið EsBro kynnti fyrir bæjarbúum fyrirhugað hátæknigróðurhús sem reisa á í útjaðri bæjarins. Gróðurhúsið verður engin smásmíði, 150 þúsund fermetrar að stærð eða um fimmföld stærð grunnflatar Smáralindar. Rækta á tómata á markað í Bretlandi en EsBro hefur vilyrði að samningi við birgja verslunarkeðjunnar Tesco sem rekur yfir 6300 verslanir á Bretlandseyjum. Áætlað er að um 125 störf skapist með þessu nýja gróðurhúsi ef af verður.Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík.Mynd/Jón JúlíusHafa áhyggjur af ljósmengun Grindvíkingar lýstu yfir áhyggjum sínum af ljósmengun sem gæti skapast af þessu risagróðurhúsi. Fulltrúar hollenska fyrirtækisins fullvissuðu Grindvíkinga um að gróðurhúsið væri hannað með tvöföldum skermum og því myndi aðeins 5% af heildarljósmagni sleppa út úr gróðurhúsinu. Ljósmengun yrði því ekki vandamál. Róbert Ragnarsson, bæjarstóri í Grindavík, var ánægður með íbúafundinn. „Bæjarbúar spurðu mikið og Hollendingarnir voru hreinskiptir í sínum svörum. Það kom fram mikið af nýjum upplýsingum sem íbúar geta melt og komið sínum ábendingum á framfæri í skipulagsgerðinni,“ segir Róbert. Hann telur ágætar líkur á því að gróðurhúsið verði að veruleika. „Maður veit aldrei. Hollendingarnir voru spurðir á fundinum hversu ákveðnir þeir væru í að klára þessa framkvæmd. Þeir eru ákveðnir í að reisa gróðurhús og þurfa að standa við sínar skuldbindingar gagnvart kaupandanum. Hvort að gróðurhúsið muni rísa hér eða annars staðar kemur í ljós. Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út og við höldum áfram að vinna í þessu.“ „Þarna gætum við verið að fá inn nýja atvinnustarfsemi sem getur skapað fleiri tækifæri og fleiri störf. Það myndi efla samfélagið í Grindavík,“ bætir Róbert við. Fulltrúar Esbro vonast til að ná samkomulagi við bæjaryfirvöld í Grindavík um byggingu gróðurhússins. Náist samkomulag gætu framkvæmdir jafnvel hafist snemma á næsta ári.Dökkleiti reiturinn merkir mögulega staðsetningu á risagróðurhúsinu í útjaðri Grindavíkur. Það verður skammt frá Húsatóftavelli, golfvelli Grindvíkinga.Mynd/GrindavíkUm 70 Grindvíkingar mættu á íbúafund í Kvikunni í gær til að fræðast um nýtt gróðurhús sem mögulega gæti risið í útjaðri Grindavíkur.Mynd/Jón JúlíusMichael Visser, fulltrúi hollenska fyrirtækisins EsBro, fræddi Grindvíkinga um hátækni gróðurhús sem fyrirtækið áformar að reisa.Mynd/Jón Júlíus
Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira