Fótbolti

Aron Einar: Við gerðum það sem þurfti til að komast áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Vilhelm
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, var kátur í viðtali Hans Steinar Bjarnason á RÚV eftir leikinn enda sæti í umspilinu í höfn.

„Þetta er frábært og við getum verið stoltir. Þetta er ólýsanlegt," sagði Aron Einar en hann viðurkenndi að liðið hafi ekki spilað sinn besta leik í Ósló í kvöld.

„Við byrjuðum leikinn illa og spiluðum ekki okkar leik í kvöld. Við verðum bara að læra af þessu. Við náðum ekki upp okkar spili eins og við viljum en gerðum það sem þurfti til að komst áfram. Þetta var nóg í dag," sagði Aron Einar.

„Við vissum að Norðmenn eru flottir og geta spilað fótbolta þótt að staða þeirra í riðlinum sé ekki eitthvað frábær. Það er toppárangur að taka fjögur stig af þeim," sagði Aron Einar.

„Lars tekur við ungu en reynslumiklum leikmönnum. Hann á þátt í því að við erum betur skipulagðir í leikjum og það er erfitt að brjóta okkur niður þótt að við höfum fengið á okkur mörg mörk í þessari undankeppni. Hann er  búinn að breyta mörgu sem er jákvætt," sagði Aron Einar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×