Nissan býður loks Infinity í Japan Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2013 10:45 Infinity Q50 Nissan stofnaði lúxusbílaarm sinn, Infinity, til þess eins að selja bíla undir því merki í öðrum löndum, aðallega Bandaríkjunum. Því hafa Infinity bílar aldrei verið seldir í heimalandinu Japan. Þó eru flestir Infinity bílar framleiddir í Japan. Nú hefur Nissan tekið þá ákvörðun að selja loks Infinity bíla þar og er helsta ástæða þess hörð samkeppni frá þýsku lúxusbílaframleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz og það í þeirra eigin heimalandi. Infinity bílar verða seldir í sölustöðum Nissan í Japan og fyrsti bíllinn sem fer í sölu verður Infinity Q50. Á undanförnum árum hefur Infinity merkið átt í stökustu vandræðum með að skapa Nissan hagnað þar sem japanska yenið hefur verið svo sterkt gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Infinity hefur aðeins skapað 1% af hagnaði Nissan á undanförnum 2 árum, en þar sem yenið hefur fallið mikið á þessu ári hefur gæfan snúist Infinity í hag og mun skila tilætluðum hagnaði, eða um 6-7% af veltu og mun stærri sneið í heildarhagnaði Nissan. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent
Nissan stofnaði lúxusbílaarm sinn, Infinity, til þess eins að selja bíla undir því merki í öðrum löndum, aðallega Bandaríkjunum. Því hafa Infinity bílar aldrei verið seldir í heimalandinu Japan. Þó eru flestir Infinity bílar framleiddir í Japan. Nú hefur Nissan tekið þá ákvörðun að selja loks Infinity bíla þar og er helsta ástæða þess hörð samkeppni frá þýsku lúxusbílaframleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz og það í þeirra eigin heimalandi. Infinity bílar verða seldir í sölustöðum Nissan í Japan og fyrsti bíllinn sem fer í sölu verður Infinity Q50. Á undanförnum árum hefur Infinity merkið átt í stökustu vandræðum með að skapa Nissan hagnað þar sem japanska yenið hefur verið svo sterkt gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Infinity hefur aðeins skapað 1% af hagnaði Nissan á undanförnum 2 árum, en þar sem yenið hefur fallið mikið á þessu ári hefur gæfan snúist Infinity í hag og mun skila tilætluðum hagnaði, eða um 6-7% af veltu og mun stærri sneið í heildarhagnaði Nissan.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent