Loka hraðbrautum í Peking vegna mengunar Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2013 08:45 Svo mikil er mengunin í Peking að yfirvöld þar sáu sér engan annan kost en að loka flestum hraðbrautum til og frá borginni í viku, sem og flugvöllum í borginni. Barátta yfirvalda er hatrömm við mengunina, sem er svo slæm að oft á tíðum er skyggni ekki nema hundrað metrar eða svo. Í tilraun sinni til að minnka mengunina hafa stjórnvöld sett á himinháa skatta á bíla og eldsneyti, ívilnanir á rafmagnsbíla, takmörkun á skráningum nýrra ökutækja og almenningur er hvattur til að vinna sem mest heima við. Auk þess hefur verksmiðjum sem brenna kolum verið lokað, sem og stálvinnslum og aðgerðum til að minnka kolanotkun almennings hefur verið beitt. Langt er í land í þessari þéttbyggðu borg því loftgæði þar eru iðulega hörmuleg og almenningur þarf bæði að sætta sig við það, en einnig takmarkanir í samgöngumálum og bílaeign. Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent
Svo mikil er mengunin í Peking að yfirvöld þar sáu sér engan annan kost en að loka flestum hraðbrautum til og frá borginni í viku, sem og flugvöllum í borginni. Barátta yfirvalda er hatrömm við mengunina, sem er svo slæm að oft á tíðum er skyggni ekki nema hundrað metrar eða svo. Í tilraun sinni til að minnka mengunina hafa stjórnvöld sett á himinháa skatta á bíla og eldsneyti, ívilnanir á rafmagnsbíla, takmörkun á skráningum nýrra ökutækja og almenningur er hvattur til að vinna sem mest heima við. Auk þess hefur verksmiðjum sem brenna kolum verið lokað, sem og stálvinnslum og aðgerðum til að minnka kolanotkun almennings hefur verið beitt. Langt er í land í þessari þéttbyggðu borg því loftgæði þar eru iðulega hörmuleg og almenningur þarf bæði að sætta sig við það, en einnig takmarkanir í samgöngumálum og bílaeign.
Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent