Villisvín ræðst á vegfarendur Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2013 12:35 Mjög skrítin myndskeið sjást reglulega frá umferðinni í Rússlandi og hér er engin undantekning frá því. Aldrei þessu vant er það ekki beint af grimmri og miskunnarlausri umferðarmenningunni þar heldur úr sveitum Rússlands þar sem meðal annars finnast villisvín með ákveðnar skoðanir. Villisvínið sem hér kemur við sögu er ekkert sérlega vel við það fólk sem á vegi þess verður og ræðst á það, enda eru villisvín ekki þekkt fyrir linkind í samskiptum við mannfólk. Það má reyndar einnig segja um Rússa, enda tekur einn þeirra til þess ráðs að lemja villisvínið með vaski sem hann finnur nærliggjandi og hefur á endanum svínið undir. Í kjölfar þess ekur sá bíll sem myndavélin er í yfir svínið til að tryggja það að árásum þess linni. Ástæða er til að vara þá við sem ekki vilja vera vitni að þessum endalokum villisvínsins. Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent
Mjög skrítin myndskeið sjást reglulega frá umferðinni í Rússlandi og hér er engin undantekning frá því. Aldrei þessu vant er það ekki beint af grimmri og miskunnarlausri umferðarmenningunni þar heldur úr sveitum Rússlands þar sem meðal annars finnast villisvín með ákveðnar skoðanir. Villisvínið sem hér kemur við sögu er ekkert sérlega vel við það fólk sem á vegi þess verður og ræðst á það, enda eru villisvín ekki þekkt fyrir linkind í samskiptum við mannfólk. Það má reyndar einnig segja um Rússa, enda tekur einn þeirra til þess ráðs að lemja villisvínið með vaski sem hann finnur nærliggjandi og hefur á endanum svínið undir. Í kjölfar þess ekur sá bíll sem myndavélin er í yfir svínið til að tryggja það að árásum þess linni. Ástæða er til að vara þá við sem ekki vilja vera vitni að þessum endalokum villisvínsins.
Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent