Framleiðslu LR Defender hætt 2015 Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2013 16:15 Land Rover Defender Eftir aðeins tvö ár verður smíði Land Rover Defender bílsins hætt eftir 67 ára framleiðslu. Nafnið Defender fékk þessi goðsagnarkenndi bíll reyndar ekki fyrr en árið 1990, en engu að síður á hann rætur sínar í bíl sem kom fyrst á markað árið 1948 undir nafninu Series I Land Rover. Defender verður að sjálfsögðu leystur af hólmi með nýjum bíl frá Land Rover og verður hann kynntur árið 2015. Helsta ástæða þess að framleiðslunni verður hætt á Defender er sú að hann stenst ekki þær mengunarkröfur sem gerðar eru til bílaframleiðenda. Þessar fréttir munu örugglega ekki minnka áhuga þeirra sem gætu hugsað sér að eiga þennan sterkbyggða bíl. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent
Eftir aðeins tvö ár verður smíði Land Rover Defender bílsins hætt eftir 67 ára framleiðslu. Nafnið Defender fékk þessi goðsagnarkenndi bíll reyndar ekki fyrr en árið 1990, en engu að síður á hann rætur sínar í bíl sem kom fyrst á markað árið 1948 undir nafninu Series I Land Rover. Defender verður að sjálfsögðu leystur af hólmi með nýjum bíl frá Land Rover og verður hann kynntur árið 2015. Helsta ástæða þess að framleiðslunni verður hætt á Defender er sú að hann stenst ekki þær mengunarkröfur sem gerðar eru til bílaframleiðenda. Þessar fréttir munu örugglega ekki minnka áhuga þeirra sem gætu hugsað sér að eiga þennan sterkbyggða bíl.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent