Lexus IS bíll ársins hjá Esquire Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2013 08:45 Lexus IS Karlatímaritið Esquire velur árlega bíl ársins og í þetta skipti hreppti Lexus IS titilinn. Hingað til hafa einungis þýskir eða bandarískir bílar orðið fyrir valinu hjá blaðinu, bílar eins og Audi S4 og Cadillac ATS. Þetta er því í fyrsta skiptið sem japanskur bíll hlýtur náð hjá blaðamönnum blaðsins. Þeir sögðu við valið að það óvenjulega hefði gerst með þessum bíl að skemmtanagildið væri númer eitt, en öryggi, skynsemi og hagkvæmni kæmu þar á eftir. Með þessum bíl hefði Lexus tekist að ná BMW 3-línunni í akstursgetu án þess að tapa japönskum eftirsóknarverðum einkennum sínum. Ennfremur sögðu þeir að Lexus IS350 F Sport væri engum bíl líkur, snöggur, djarfur og heiðarlegur. Undir þessi orð Esquire getur bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins tekið, en Lexus IS vakti talsverða hrifningu við prófun. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent
Karlatímaritið Esquire velur árlega bíl ársins og í þetta skipti hreppti Lexus IS titilinn. Hingað til hafa einungis þýskir eða bandarískir bílar orðið fyrir valinu hjá blaðinu, bílar eins og Audi S4 og Cadillac ATS. Þetta er því í fyrsta skiptið sem japanskur bíll hlýtur náð hjá blaðamönnum blaðsins. Þeir sögðu við valið að það óvenjulega hefði gerst með þessum bíl að skemmtanagildið væri númer eitt, en öryggi, skynsemi og hagkvæmni kæmu þar á eftir. Með þessum bíl hefði Lexus tekist að ná BMW 3-línunni í akstursgetu án þess að tapa japönskum eftirsóknarverðum einkennum sínum. Ennfremur sögðu þeir að Lexus IS350 F Sport væri engum bíl líkur, snöggur, djarfur og heiðarlegur. Undir þessi orð Esquire getur bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins tekið, en Lexus IS vakti talsverða hrifningu við prófun.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent