At the Gates á Eistnaflugi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. október 2013 09:57 At the Gates þykja líflegir á sviði. Sænska þungarokkshljómsveitin At the Gates verður eitt af aðalnúmerunum á rokkhátíðinni Eistnaflugi næsta sumar en þá verður hátíðin haldin í tíunda sinn. Sveitin spilar melódískt dauðarokk og þykir goðsagnakennd í sínum geira. Stefán Magnússon, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, fagnar komu Svíanna og lofar góðum tónleikum fyrir þeirra hönd. „Þetta er risapungur og algjör handsprengja,“ segir Stefán og segir samkomulag hafa náðst við sveitina í sumar. „Þeir eru yfirleitt aðalnúmerið hvar sem þeir koma fram og klikka ekki á tónleikum. Við erum ekki að fara að upplifa eitthvað prump.“ At the Gates var stofnuð árið 1990 og gaf út sína þekktustu plötu, Slaughter of the Soul, fimm árum síðar. Sveitin þykir ein af þeim merkustu úr sænsku dauðarokksbylgju tíunda áratugarins og drengirnir voru tíðir gestir í þungarokksþáttum evrópsku MTV-sjónvarpsstöðvarinnar á sínum tíma. „Þeir tóku langa pásu, fimm eða sex ár, en hafa undanfarin ár verið duglegir,“ segir Stefán og aðspurður hvort þeir verði stærsta númer Eistnaflugs segir hann þá vera hjartaásinn. „Ham eru spaðaásinn. Þeir eru alltaf uppáhalds. Þeir hafa ekki spilað á Eistnaflugi síðan 2011 og það verður frábært að fá þá aftur.“ Miðasala á Eistnaflug hefst 1. nóvember og auk At the Gates og Ham koma sveitirnar Sólstafir, Skálmöld, Zatokrev, The Vintage Caravan og Brain Police fram ásamt fleirum. „Það á eftir að tilkynna margar hljómsveitir til viðbótar. Við ákváðum að hefja miðasölu fyrr en vanalega, en það er þægilegra fyrir erlendu gestina. Það hafa aldrei komið jafn margir erlendir gestir og síðast en við ætlum að reyna að toppa það næsta sumar.“ Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Sænska þungarokkshljómsveitin At the Gates verður eitt af aðalnúmerunum á rokkhátíðinni Eistnaflugi næsta sumar en þá verður hátíðin haldin í tíunda sinn. Sveitin spilar melódískt dauðarokk og þykir goðsagnakennd í sínum geira. Stefán Magnússon, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, fagnar komu Svíanna og lofar góðum tónleikum fyrir þeirra hönd. „Þetta er risapungur og algjör handsprengja,“ segir Stefán og segir samkomulag hafa náðst við sveitina í sumar. „Þeir eru yfirleitt aðalnúmerið hvar sem þeir koma fram og klikka ekki á tónleikum. Við erum ekki að fara að upplifa eitthvað prump.“ At the Gates var stofnuð árið 1990 og gaf út sína þekktustu plötu, Slaughter of the Soul, fimm árum síðar. Sveitin þykir ein af þeim merkustu úr sænsku dauðarokksbylgju tíunda áratugarins og drengirnir voru tíðir gestir í þungarokksþáttum evrópsku MTV-sjónvarpsstöðvarinnar á sínum tíma. „Þeir tóku langa pásu, fimm eða sex ár, en hafa undanfarin ár verið duglegir,“ segir Stefán og aðspurður hvort þeir verði stærsta númer Eistnaflugs segir hann þá vera hjartaásinn. „Ham eru spaðaásinn. Þeir eru alltaf uppáhalds. Þeir hafa ekki spilað á Eistnaflugi síðan 2011 og það verður frábært að fá þá aftur.“ Miðasala á Eistnaflug hefst 1. nóvember og auk At the Gates og Ham koma sveitirnar Sólstafir, Skálmöld, Zatokrev, The Vintage Caravan og Brain Police fram ásamt fleirum. „Það á eftir að tilkynna margar hljómsveitir til viðbótar. Við ákváðum að hefja miðasölu fyrr en vanalega, en það er þægilegra fyrir erlendu gestina. Það hafa aldrei komið jafn margir erlendir gestir og síðast en við ætlum að reyna að toppa það næsta sumar.“
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“