Íhlutaskortur á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2013 10:15 Bandarískir bílaframleiðendur gætu átt í vandræðum með framleiðslu bíla sinna á næsta ári vegna íhlutaskorts í rafkerfi þeirra. Könnun sem gerð var á meðal framleiðenda íhluta í bíla í Bandaríkjunum bendir til að skortur gæti orðið á þeim á næsta ári ef spá um aukna sölu bíla þar rætist. Sérstaklega á þetta við um íhlutaframleiðendur í rafkerfum bíla, undirvagni og fjöðrunarbúnaði. Af 100 íhlutabirgjum ættu 28% þeirra í vandræðum með að framleiða uppí þessa spá og sú tala rís í 38% í tilfelli rafkerfaframleiðenda. Bíliðnaðurinn er því greinilega kominn að mörkum framleiðslugetunnar og ýmis ljón eru í veginum svo auka megi framleiðslugetu þeirra hratt. Staðan er misjöfn milli bandarísku framleiðendanna stóru, en Chrysler virðist standa verst að vígi, en 42% af birgjum þeirra segjast eiga í erfiðleikum með að mæta ætlaðri þörf. Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent
Könnun sem gerð var á meðal framleiðenda íhluta í bíla í Bandaríkjunum bendir til að skortur gæti orðið á þeim á næsta ári ef spá um aukna sölu bíla þar rætist. Sérstaklega á þetta við um íhlutaframleiðendur í rafkerfum bíla, undirvagni og fjöðrunarbúnaði. Af 100 íhlutabirgjum ættu 28% þeirra í vandræðum með að framleiða uppí þessa spá og sú tala rís í 38% í tilfelli rafkerfaframleiðenda. Bíliðnaðurinn er því greinilega kominn að mörkum framleiðslugetunnar og ýmis ljón eru í veginum svo auka megi framleiðslugetu þeirra hratt. Staðan er misjöfn milli bandarísku framleiðendanna stóru, en Chrysler virðist standa verst að vígi, en 42% af birgjum þeirra segjast eiga í erfiðleikum með að mæta ætlaðri þörf.
Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent