10 milljón Mazda bílar seldir í BNA Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2013 11:45 Hin heppna Laura með 10.000.000 Mazda bílinn. Þegar Laura Carter frá Illinois í Bandaríkjunum ákvað að kaupa sér Mazda3 bíl flaug henni ekki í hug að Mazda myndi gefa henni bílinn. Ástæða gjafarinnar var sú að þessi bíll var sá 10 milljónasti frá upphafi sem Mazda hefur selt í Bandaríkjunum. Mazda hefur selt bíla sína í 43 ár þar og í fyrra seldi Mazda 123.361 bíl þar vestra. Það þýðir reyndar að Mazda hefur átt betri ár í sölusögu sinni þar því ef þessi tala er margfölduð með 43 nær sú tala aðeins 5,3 milljón bílum. Fyrsti bíllinn sem Mazda seldi í Bandaríkjunum var Mazda R100 með Rotary vél, en nú hefur Mazda hætt framleiðslu slíkra véla í bíla sína. Það var heppni Lauru að Mazda ákvað að í stað hefðbundinnar fréttatilkynningar um áfangann ákvað fyrirtækið að gefa þeim sem pantaði 10 milljónasta bílinn það eintak. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent
Þegar Laura Carter frá Illinois í Bandaríkjunum ákvað að kaupa sér Mazda3 bíl flaug henni ekki í hug að Mazda myndi gefa henni bílinn. Ástæða gjafarinnar var sú að þessi bíll var sá 10 milljónasti frá upphafi sem Mazda hefur selt í Bandaríkjunum. Mazda hefur selt bíla sína í 43 ár þar og í fyrra seldi Mazda 123.361 bíl þar vestra. Það þýðir reyndar að Mazda hefur átt betri ár í sölusögu sinni þar því ef þessi tala er margfölduð með 43 nær sú tala aðeins 5,3 milljón bílum. Fyrsti bíllinn sem Mazda seldi í Bandaríkjunum var Mazda R100 með Rotary vél, en nú hefur Mazda hætt framleiðslu slíkra véla í bíla sína. Það var heppni Lauru að Mazda ákvað að í stað hefðbundinnar fréttatilkynningar um áfangann ákvað fyrirtækið að gefa þeim sem pantaði 10 milljónasta bílinn það eintak.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent