Samstarfi GM og PSA að ljúka? Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2013 10:45 Merki Peugeot og General Motors General Motors og Peugeot/Citroën höfðu planlagt að smíða saman einar 40 nýjar gerðir bíla sem nota myndu að stórum hluta sömu íhluti. Nú virðist sem lítið standi eftir af þessum áformum og líklega aðeins tveir bílar fyrirtækjanna verði sameiginlegir, þ.e. Opel Meriva og Citroën C4 Picasso. GM og PSA eru enn í samstarfi við innkaup á íhlutum, en áform um sameiginlega þróun bíla eins og Opel Corsa, Peugeot 208 og Citroën C3 smábílana virðist vera úr myndinni. GM ætlar að þróa nýja gerð Opel Corsa sjálft og nota til þess sama undirvagn og er í bílunum Chevrolet Spark og Buick Encore. Ein af stóru ástæðum þess að samstarf GM og PSA virðist vera að liðast í sundur eru áform PSA að selja hinu kínverska bílafyrirtæki Dongfeng 30% hlut í PSA. Það líkar GM ekki þar sem Dongfeng er samkeppnisaðili SAIC í Kína, en GM á í samstarfi við SAIC í Kína og framleiðir SAIC bíla GM þar. Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent
General Motors og Peugeot/Citroën höfðu planlagt að smíða saman einar 40 nýjar gerðir bíla sem nota myndu að stórum hluta sömu íhluti. Nú virðist sem lítið standi eftir af þessum áformum og líklega aðeins tveir bílar fyrirtækjanna verði sameiginlegir, þ.e. Opel Meriva og Citroën C4 Picasso. GM og PSA eru enn í samstarfi við innkaup á íhlutum, en áform um sameiginlega þróun bíla eins og Opel Corsa, Peugeot 208 og Citroën C3 smábílana virðist vera úr myndinni. GM ætlar að þróa nýja gerð Opel Corsa sjálft og nota til þess sama undirvagn og er í bílunum Chevrolet Spark og Buick Encore. Ein af stóru ástæðum þess að samstarf GM og PSA virðist vera að liðast í sundur eru áform PSA að selja hinu kínverska bílafyrirtæki Dongfeng 30% hlut í PSA. Það líkar GM ekki þar sem Dongfeng er samkeppnisaðili SAIC í Kína, en GM á í samstarfi við SAIC í Kína og framleiðir SAIC bíla GM þar.
Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent