Fimm félög enn með fullt hús í Evrópudeildinni - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2013 17:00 Mynd/NordicPhotos/Getty Enska liðið Tottenham, ítalska liðið Fiorentina, búlgarska liðið Ludogorets Razgrad, austurríska liðið Red Bull Salzburg og þýska liðið Eintracht Frankfurt eru öll með níu stig af níu mögulegum eftir þrjár fyrstu umferðirnar í Evrópudeildinni í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson var hvíldur í 2-0 sigri á Sheriff Tiraspol í Moldavíu en það voru Jan Vertonghen og Jermain Defoe sem skoruðu mörk liðsins. Tottenham hefur unnið alla fimm Evrópuleiki sína á tímabilinu og er ekki enn búið að fá á sig mark. Hristo Zlatinski tryggði búlgarska liðinu Ludogorets 1-0 útisigur á Chornomorets Odessa en Búlgarnirnir eru með 9 stig og markatöluna 6-0 eftir þrjá leiki. Fiorentina vann öruggan 3-0 heimasigur á rúmenska liðinu Pandurii Târgu Jiu og Eintracht Frankfurt vann ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv 2-0. Bæði eru þau með fullt hús. Red Bull Salzburg og Standard Liege misstu bæði mann af velli í fyrri hálfleik og KR-banarnir frá Belgíu enduðu síðan leikinn níu á móti tíu. Red Bull Salzburg komst í 2-0 og vann leikinn á endanum 2-1 en austurríska liðið er því með fullt hús og þriggja stiga forskot á danska liðið Esbjerg. Kristinn Jakobsson sleppti því að gefa leikmanni Swansea rautt spjald í fyrri hálfeik en dæmdi svo réttilega víti í uppbótartíma þar sem að Djibril Cissé tryggði Kuban Krasnodar 1-1 jafntefli á útivelli á móti Swansea. Swansea var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína og aðeins hársbreidd frá því að vinna þann þriðja í Wales í kvöld. FH-banarnir í Genk töpuðu sínum fyrstu stigum í riðlakeppninni þegar Belgarnir gerðu 1-1 jafntefli við Rapid Vín á heimavelli. Genk var yfir rúman klukkutíma en Austurríkismennirnir jöfnuðu átta mínútum fyrir leikslok. Spænska liðið Sevilla tapaði líka sínum fyrstu stigum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Slovan Liberec á útivelli.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni:- Leikir sem hófust klukkan 19.05 -C-riðillElfsborg - Esbjerg 1-2 0-1 Hans Henrik Andreasen (7.), 0-2 Hans Henrik Andreasen (67.), 1-2 Jon Jönsson (69.) Red Bull Salzburg - Standard Liege 2-1 1-0 Jonathan Soriano (53.), 2-0 André Ramalho (85.), 2-1 Geoffrey Mujangi Bia (88.)A-riðillSwansea - Kuban Krasnodar 1-1 1-0 Michu (68.), 1-1, Djibril Cissé, víti (90.+3)Valencia - St. Gallen 5-1 1-0 Paco Alcácer (12.), 2-0 Fede Cartabia (21.), 3-0 Fede Cartabia (30.), 4-0 Ricardo Costa (33.), 5-0 Sergio Canales (71.), 5-1 Stephane Nater (74.)E-riðillFC Pacos - Dnipro 0-2 0-1 Ruslan Rotan (93.), 0-2 Yevhen Konoplyanka (86.)Fiorentina - Pandurii Targu Jiu 3-0 1-0 Joaquín (26.), 2-0 Ryder Matos (34.), 3-0 Juan Cuadrado (69.)B-riðillChernomorets Odessa - Ludogorets 0-1 0-1 Hristo Zlatinski (45.)Dinamo Zagreb - PSV Eindhoven 0-0 D-riðillWigan - Rubin Kazan 1-1 0-1 Aleksandr Prudnikov (16.), 1-1 Nick Powell (40.) Zulte Waregem - NK Maribor 1-3 1-0 Davy De Fauw (12.), 1-1 Matic Crnic (21.), 1-2 Ales Mertelj (34.), 1-3 Dejan Mezga (49.)F-riðillBordeaux - Apoel Nicosia 2-1 1-0 Ludovic Sané (24.), 1-1 Esmaël Gonçalves (45.), 2-1 Henrique (90.)Frankfurt - Maccabi Tel Aviv 2-0 1-0 Václav Kadlec (13.), 2-0 Alexander Meier (53.)- Leikir sem hófust klukkan 16.00 eða 17.00 -K-riðill Anzhi Makhachkala - Tromsö 1-0 1-0 Nikita Burmistrov (18.) Sheriff Tiraspol - Tottenham 0-2 0-1 Jan Vertonghen (12.), 0-2 Jermain Defoe (75.)L-riðillShakhter Karagandy - AZ Alkmaar 1-1 1-0 Andrey Finonchenko (11.), 1-1 Jóhann Berg Gudmundsson (26.) PAOK - Maccabi Haifa 3-2 0-1 Dino Ndlovu (13.), 0-2 Eyal Golasa (21.), 1-2 Miguel Vítor (35.), 2-2 Sotiris Ninis (39.), 3-2 Dimitris Salpingidis (66.)I-riðillLyon - Rijeka 1-0 1-0 Clément Grenier (67.)Real Betis - Vitória de Guimaraes 1-0 1-0 Álvaro Vadillo (50.) H-riðillSlovan Liberec - Sevilla 1-1 1-0 Michal Rabusic (20.), 1-1 Vitolo (88.)Freiburg - Estoril Praia 1-1 1-0 Vladimir Darida (11.), 1-1 Sebá (53.)J-riðillTrabzonspor - Legia Varsjá 2-0 1-0 Marc Janko (7.), 2-0 Olcan Adin (82.) Apollon Limassol - Lazio 0-0 G-riðillGenk - Rapid Vín 1-1 1-0 Julien Gorius (21.), 1-1 Marcel Sabitzer (82.) Dynamo Kiev - FC Thun 3-0 1-0 Andriy Yarmolenko (35.), 2-0 Dieumerci Mbokani (60.), 3-0 Oleh Husyev (78.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira
Enska liðið Tottenham, ítalska liðið Fiorentina, búlgarska liðið Ludogorets Razgrad, austurríska liðið Red Bull Salzburg og þýska liðið Eintracht Frankfurt eru öll með níu stig af níu mögulegum eftir þrjár fyrstu umferðirnar í Evrópudeildinni í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson var hvíldur í 2-0 sigri á Sheriff Tiraspol í Moldavíu en það voru Jan Vertonghen og Jermain Defoe sem skoruðu mörk liðsins. Tottenham hefur unnið alla fimm Evrópuleiki sína á tímabilinu og er ekki enn búið að fá á sig mark. Hristo Zlatinski tryggði búlgarska liðinu Ludogorets 1-0 útisigur á Chornomorets Odessa en Búlgarnirnir eru með 9 stig og markatöluna 6-0 eftir þrjá leiki. Fiorentina vann öruggan 3-0 heimasigur á rúmenska liðinu Pandurii Târgu Jiu og Eintracht Frankfurt vann ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv 2-0. Bæði eru þau með fullt hús. Red Bull Salzburg og Standard Liege misstu bæði mann af velli í fyrri hálfleik og KR-banarnir frá Belgíu enduðu síðan leikinn níu á móti tíu. Red Bull Salzburg komst í 2-0 og vann leikinn á endanum 2-1 en austurríska liðið er því með fullt hús og þriggja stiga forskot á danska liðið Esbjerg. Kristinn Jakobsson sleppti því að gefa leikmanni Swansea rautt spjald í fyrri hálfeik en dæmdi svo réttilega víti í uppbótartíma þar sem að Djibril Cissé tryggði Kuban Krasnodar 1-1 jafntefli á útivelli á móti Swansea. Swansea var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína og aðeins hársbreidd frá því að vinna þann þriðja í Wales í kvöld. FH-banarnir í Genk töpuðu sínum fyrstu stigum í riðlakeppninni þegar Belgarnir gerðu 1-1 jafntefli við Rapid Vín á heimavelli. Genk var yfir rúman klukkutíma en Austurríkismennirnir jöfnuðu átta mínútum fyrir leikslok. Spænska liðið Sevilla tapaði líka sínum fyrstu stigum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Slovan Liberec á útivelli.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni:- Leikir sem hófust klukkan 19.05 -C-riðillElfsborg - Esbjerg 1-2 0-1 Hans Henrik Andreasen (7.), 0-2 Hans Henrik Andreasen (67.), 1-2 Jon Jönsson (69.) Red Bull Salzburg - Standard Liege 2-1 1-0 Jonathan Soriano (53.), 2-0 André Ramalho (85.), 2-1 Geoffrey Mujangi Bia (88.)A-riðillSwansea - Kuban Krasnodar 1-1 1-0 Michu (68.), 1-1, Djibril Cissé, víti (90.+3)Valencia - St. Gallen 5-1 1-0 Paco Alcácer (12.), 2-0 Fede Cartabia (21.), 3-0 Fede Cartabia (30.), 4-0 Ricardo Costa (33.), 5-0 Sergio Canales (71.), 5-1 Stephane Nater (74.)E-riðillFC Pacos - Dnipro 0-2 0-1 Ruslan Rotan (93.), 0-2 Yevhen Konoplyanka (86.)Fiorentina - Pandurii Targu Jiu 3-0 1-0 Joaquín (26.), 2-0 Ryder Matos (34.), 3-0 Juan Cuadrado (69.)B-riðillChernomorets Odessa - Ludogorets 0-1 0-1 Hristo Zlatinski (45.)Dinamo Zagreb - PSV Eindhoven 0-0 D-riðillWigan - Rubin Kazan 1-1 0-1 Aleksandr Prudnikov (16.), 1-1 Nick Powell (40.) Zulte Waregem - NK Maribor 1-3 1-0 Davy De Fauw (12.), 1-1 Matic Crnic (21.), 1-2 Ales Mertelj (34.), 1-3 Dejan Mezga (49.)F-riðillBordeaux - Apoel Nicosia 2-1 1-0 Ludovic Sané (24.), 1-1 Esmaël Gonçalves (45.), 2-1 Henrique (90.)Frankfurt - Maccabi Tel Aviv 2-0 1-0 Václav Kadlec (13.), 2-0 Alexander Meier (53.)- Leikir sem hófust klukkan 16.00 eða 17.00 -K-riðill Anzhi Makhachkala - Tromsö 1-0 1-0 Nikita Burmistrov (18.) Sheriff Tiraspol - Tottenham 0-2 0-1 Jan Vertonghen (12.), 0-2 Jermain Defoe (75.)L-riðillShakhter Karagandy - AZ Alkmaar 1-1 1-0 Andrey Finonchenko (11.), 1-1 Jóhann Berg Gudmundsson (26.) PAOK - Maccabi Haifa 3-2 0-1 Dino Ndlovu (13.), 0-2 Eyal Golasa (21.), 1-2 Miguel Vítor (35.), 2-2 Sotiris Ninis (39.), 3-2 Dimitris Salpingidis (66.)I-riðillLyon - Rijeka 1-0 1-0 Clément Grenier (67.)Real Betis - Vitória de Guimaraes 1-0 1-0 Álvaro Vadillo (50.) H-riðillSlovan Liberec - Sevilla 1-1 1-0 Michal Rabusic (20.), 1-1 Vitolo (88.)Freiburg - Estoril Praia 1-1 1-0 Vladimir Darida (11.), 1-1 Sebá (53.)J-riðillTrabzonspor - Legia Varsjá 2-0 1-0 Marc Janko (7.), 2-0 Olcan Adin (82.) Apollon Limassol - Lazio 0-0 G-riðillGenk - Rapid Vín 1-1 1-0 Julien Gorius (21.), 1-1 Marcel Sabitzer (82.) Dynamo Kiev - FC Thun 3-0 1-0 Andriy Yarmolenko (35.), 2-0 Dieumerci Mbokani (60.), 3-0 Oleh Husyev (78.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira