Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2013 19:50 Bjarni Bjarnason rekur fyrirtækin Jöklajeppa og Ís og ævintýri. Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við ferðamenn ættaða frá Suður-Kóreu sem lýstu mikilli eftirvæntingu að komast á jökulinn en þeir voru að leggja upp í ferð frá skálanum í Jöklaseli. Upplýsingaskilti við hringveginn um Suðursveit segir ferðamönnum að þar er hægt að komast upp á Vatnajökul. Það vekur athygli okkar að þótt sumarið sé löngu liðið eru erlendir ferðamenn enn að mæta til að komast í vélsleðaferð um þetta mesta jökulhvel Evrópu.Upplýsingaskilti við hringveginn í Suðursveit um jöklaferðirnar.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Bjarni Bjarnason, eigandi fyrirtækjanna Jöklajeppa og Íss og ævintýra, segir að allt frá því í mars og fram til 20. október hafi þeir verið með daglegar ferðir. Þetta verður strjálla í nóvember en þó segir Bjarni að nær daglega sé hringt og núna er síðasta ferð bókuð 23. nóvember. En þetta var ekki svona fyrst eftir að skálinn í Jöklaseli var opnaður fyrir rúmum tuttugu árum, þá voru þetta bara tíu vikur að sumri og segir Bjarni að þá hafi botninn dottið úr þessu fljótlega eftir verslunarmannahelgi.Haraldur Mímir Bjarnason leiðsögumaður fer yfir öryggisreglur með hópi ferðamanna áður en lagt er á Vatnajökul.Í þættinum “Um land allt” næstkomandi mánudagskvöld verður fjallað nánar um grósku í ferðaþjónustu suðaustanlands og sveitahótelið að Smyrlabjörgum heimsótt. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Um land allt Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við ferðamenn ættaða frá Suður-Kóreu sem lýstu mikilli eftirvæntingu að komast á jökulinn en þeir voru að leggja upp í ferð frá skálanum í Jöklaseli. Upplýsingaskilti við hringveginn um Suðursveit segir ferðamönnum að þar er hægt að komast upp á Vatnajökul. Það vekur athygli okkar að þótt sumarið sé löngu liðið eru erlendir ferðamenn enn að mæta til að komast í vélsleðaferð um þetta mesta jökulhvel Evrópu.Upplýsingaskilti við hringveginn í Suðursveit um jöklaferðirnar.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Bjarni Bjarnason, eigandi fyrirtækjanna Jöklajeppa og Íss og ævintýra, segir að allt frá því í mars og fram til 20. október hafi þeir verið með daglegar ferðir. Þetta verður strjálla í nóvember en þó segir Bjarni að nær daglega sé hringt og núna er síðasta ferð bókuð 23. nóvember. En þetta var ekki svona fyrst eftir að skálinn í Jöklaseli var opnaður fyrir rúmum tuttugu árum, þá voru þetta bara tíu vikur að sumri og segir Bjarni að þá hafi botninn dottið úr þessu fljótlega eftir verslunarmannahelgi.Haraldur Mímir Bjarnason leiðsögumaður fer yfir öryggisreglur með hópi ferðamanna áður en lagt er á Vatnajökul.Í þættinum “Um land allt” næstkomandi mánudagskvöld verður fjallað nánar um grósku í ferðaþjónustu suðaustanlands og sveitahótelið að Smyrlabjörgum heimsótt.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Um land allt Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira