Fótbolti

Sif Atla: Mér er alveg sama því við fengum þrjú stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sif Atladóttir lék í nýrri stöðu með kvennalandsliðinu þegar Ísland vann 2-1 sigur á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag. Sif er vanalega í vörninni en lék nú sem afturliggjandi miðjumaður.

„Við skoðuðum myndbönd með þeim fyrir leikinn og þær vilja helst ekki sparka út því markvörðurinn þeirra er ekkert góð í útspörkunum. Við ákváðum að leyfa þeim að senda fyrstu snertingu og skella síðan á þær hápressu. Það gekk allt mjög vel í fyrri hálfleik," sagði Sif Atladóttir við Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmann KSÍ.

„Við fengum tvö glæsilegt mörk upp úr pressunni þar sem allt liðið var samtaka í því að vinna boltann," sagði Sif. Ísland var 2-0 yfir í hálfleik en missti svo taktinn í seinni hálfleiknum.

„Ég veit ekki alveg hvað gerðist í seinni hálfleik en þær fjórar eða fimm fremstu hjá þeim svindluðu svolítið þannig að við náðum ekki að losa pressuna sem var á okkur. Við náðum heldur ekki að róa okkur á boltann þegar við náðum honum framhjá þessum fremstu fimm. Þetta var því svolítill háloftabolti undir lokin," sagði Sif.

„Þriðja markið í leik skiptir alltaf máli. Við hefðum getað drepið leikinn með þriðja marki okkar en þær komust inn í leikinn með því að minna muninn í 2-1. Þetta var dæmigert mark á svona velli þar sem boltinn skoppar og þær höfðu heppnina með sér," sagði Sif en var sigurinn í hættu undir lokin?

„Mér fannst við með stjórn á leiknum en það var pínu pressa í kringum markið þetta. Það lá kannski svolítið í loftinu og við hefðum kannski getað gripið fyrr inn í. Mér er alveg sama því við fengum þrjú stig," sagði Sif en það smá sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Sara Björk: Duttum í smá stress í seinni hálfleik

Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn 66. landsleik í dag þegar Ísland vann 2-1 sigur á Serbíu í undankeppni HM 2015 en hún er aðeins 23 ára gömul. Sara Björk var, eins og aðrar stelpur í íslenska liðinu, ánægð með að ná í þrjú stig út úr þessum leik í Belgrad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×