Fótbolti

Anna Björk og Harpa byrja | Dagný á bekknum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/KSÍ
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir landsleikinn við Serbíu í dag. Fimm breytingar eru gerðar á liðinu frá því í tapinu gegn Sviss.

Lagt er upp með leikkerfið 4-3-3 þar sem Sif Atladóttir er í hlutverki afturliggjandi miðjumanna. Hún hefur spilað stöðuna upp á síðkastið með Kristianstad í Svíþjóð. Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði, er fyrir framan Sif á miðjunni ásamt Söru Björk Gunnarsdóttur.

Katrín Ómarsdóttir byrjar á hægri kantinum og Harpa Þorsteinsdóttir er í fremstu víglínu. Ekkert pláss er í liðinu fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur sem farið hefur á kostum með liði Florida State í háskólaboltanum vestanhafs undanfarnar vikur.

Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður Stjörnunnar, spilar sinn fyrsta A-landsleik í dag. Þá er Þóra Björg Helgadóttir komin í markið á nýjan leik.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir

Hægri bakvörður: Dóra María Lárusdóttir

Miðvörður: Anna Björk Kristjánsdóttir

Miðvörður: Glódís Perla Viggósdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Djúpur miðjumaður: Sif Atladóttir

Miðjumaður: Sara Björk Gunnarsdóttir

Miðjumaður: Margrét Lára Viðarsdóttir

Hægri kantur: Katrín Ómarsdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir

Leikurinn hefst klukkan 13. Fylgst verður með gangi mála í honum hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×