Segir nýtt verðmat á Aurum Holding styrkja stöðu sakborninga Hjörtur Hjartarson skrifar 7. nóvember 2013 19:30 Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í svokölluðu Árum máli segir að nýtt yfirmat á verðmæti félagsins muni gera sérstökum saksóknara erfitt fyrir að ná fram sakfellingu í málinu. Þá er saksóknari sakaður um að halda gögnum vísvitandi frá verjendum.Fyrirtaka í málinu var í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa stórlega ofmetið verðmæti Aurum Holding þegar ákvörðun var tekin um að lána félaginu, FS38, 6 milljarða króna til að kaupa hlut 25,7 prósenta hlut Fons í Aurum Holding á miðju ári 2008.Undirmat, sem lagt var fram í fyrra mat verðmæti hlutar Fons hinsvegar á bilinu 0-929 milljónir króna.Í þinginu í morgun var lögð fram nýtt yfirmat dómkvaddra aðila. Þar eru settar upp fjórar sviðsmyndir eða forsendur fyrir verðmæti Aurum. Efri mörkin miða við svokallaða Damasspá þar forsendurnar er áætlun sem lögð var fram vegna hugsanlegar kaupa félagsins á þrjátíu prósenta hlut í Aurum.Þar er verðmæti Aurum metið allt að 117 milljónum punda eða um 17 og hálfur milljarður króna. Hlutur Fons í félaginu væri því um 4,4 milljarðar króna.Svokölluð bankaspá byggir á rekstraáætlun stjórnenda Aurum sem bankarnir sem fjármögnuðu félagið samþykktu á sínum tíma. Þar hljóðar hlutur Fons upp á um 3,7 milljarða króna.Þriðja sviðsmyndin er síðan óbreyttur rekstur en á þeim forsendum er yrði verðmæti hlutabréfa félagsins lítið sem ekkert.Að lokum er það spá matsmanna sem grundvallast á skoðun á öllum fyrirliggjandi gögnum málsins. Á þeim forsendum er hlutur Fons metinn á bilinu 345 milljónir króna til um tveggja milljarða króna. Taka skal fram að matsgerðirnar tvær eru hluti af öðru dómsmáli, það er skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur. Verjandi Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson í málinu telur að með hliðsjón af þessum tölum verði erfitt fyrir saksóknara að sanna sekt ákærðu í málinu.„Þetta er vissulega gríðarlega breitt bil en í sakamáli hlýtur að eiga að leggja til grundvallar að allur vafi komi sakborningi í hag. Ég get því ekki betur séð en að það verði erfitt að halda því fram að menn hafi brotið af sér þegar þeir tóku ákvörðun byggða á þeim forsendum sem gert var,“ segir Gestur.Þá lögðu verjendur í morgun fram bókun þar sem þeir saka sérstakan saksóknara um að hafa vísvitandi halda gögnum frá vörninni er tengjast hugsanlegum kaupum Damas á hlut í Aurum á sínum tíma.„Þau hafa auðvitað rosalega mikla þýðingu og mér finnst það sjálfgefið eftir að þessi gögn koma fram að ákæruvaldið hlýtur að lenda í vandræðum í að geta sýnt fram á nokkurt refsivert í þessum máli.“ Aurum Holding málið Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í svokölluðu Árum máli segir að nýtt yfirmat á verðmæti félagsins muni gera sérstökum saksóknara erfitt fyrir að ná fram sakfellingu í málinu. Þá er saksóknari sakaður um að halda gögnum vísvitandi frá verjendum.Fyrirtaka í málinu var í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa stórlega ofmetið verðmæti Aurum Holding þegar ákvörðun var tekin um að lána félaginu, FS38, 6 milljarða króna til að kaupa hlut 25,7 prósenta hlut Fons í Aurum Holding á miðju ári 2008.Undirmat, sem lagt var fram í fyrra mat verðmæti hlutar Fons hinsvegar á bilinu 0-929 milljónir króna.Í þinginu í morgun var lögð fram nýtt yfirmat dómkvaddra aðila. Þar eru settar upp fjórar sviðsmyndir eða forsendur fyrir verðmæti Aurum. Efri mörkin miða við svokallaða Damasspá þar forsendurnar er áætlun sem lögð var fram vegna hugsanlegar kaupa félagsins á þrjátíu prósenta hlut í Aurum.Þar er verðmæti Aurum metið allt að 117 milljónum punda eða um 17 og hálfur milljarður króna. Hlutur Fons í félaginu væri því um 4,4 milljarðar króna.Svokölluð bankaspá byggir á rekstraáætlun stjórnenda Aurum sem bankarnir sem fjármögnuðu félagið samþykktu á sínum tíma. Þar hljóðar hlutur Fons upp á um 3,7 milljarða króna.Þriðja sviðsmyndin er síðan óbreyttur rekstur en á þeim forsendum er yrði verðmæti hlutabréfa félagsins lítið sem ekkert.Að lokum er það spá matsmanna sem grundvallast á skoðun á öllum fyrirliggjandi gögnum málsins. Á þeim forsendum er hlutur Fons metinn á bilinu 345 milljónir króna til um tveggja milljarða króna. Taka skal fram að matsgerðirnar tvær eru hluti af öðru dómsmáli, það er skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur. Verjandi Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson í málinu telur að með hliðsjón af þessum tölum verði erfitt fyrir saksóknara að sanna sekt ákærðu í málinu.„Þetta er vissulega gríðarlega breitt bil en í sakamáli hlýtur að eiga að leggja til grundvallar að allur vafi komi sakborningi í hag. Ég get því ekki betur séð en að það verði erfitt að halda því fram að menn hafi brotið af sér þegar þeir tóku ákvörðun byggða á þeim forsendum sem gert var,“ segir Gestur.Þá lögðu verjendur í morgun fram bókun þar sem þeir saka sérstakan saksóknara um að hafa vísvitandi halda gögnum frá vörninni er tengjast hugsanlegum kaupum Damas á hlut í Aurum á sínum tíma.„Þau hafa auðvitað rosalega mikla þýðingu og mér finnst það sjálfgefið eftir að þessi gögn koma fram að ákæruvaldið hlýtur að lenda í vandræðum í að geta sýnt fram á nokkurt refsivert í þessum máli.“
Aurum Holding málið Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira