Jól alla daga Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. nóvember 2013 12:41 Af einhverjum ástæðum er það ekki samfélagslega viðurkennt að byrja að hlusta á jólalög fyrstu vikuna í nóvember. Sjálfur byrjaði ég í gær, reyndar töluvert fyrr en vanalega, og nú þarf ég bara að troða negulnöglum í nokkrar mandarínur til að komast í brjálað jólaskap. Ég reyndi að deila gleðinni með vinum mínum á Facebook en undirtektirnar voru allt annað en góðar. Ég fékk meira að segja morðhótun frá einum. Rólegur, Skúli fúli. Mér finnst algjör synd að margar af helstu perlum íslenskrar dægur- og koverlagasögu fái ekki neina spilun í rúma 11 mánuði á ári. Af hverju er Jól alla daga með Eiríki Haukssyni til dæmis ekki spilað allt árið um kring? Lagið fjallar um að það séu jól ALLA DAGA. Dööö! Þetta er eins og ef Manic Monday með Bangles væri bara spilað á mánudögum, Ruby Tuesday með Rolling Stones bara á þriðjudögum, og Today með Smashing Pumpkins bara daginn sem það kom út og svo aldrei aftur. Þið megið halda áfram að vera fúl á móti jólunum með ykkar þjóðlagaskotna þunglyndispopp í eyrunum þar til á fyrsta í aðventu. Ég ætla hins vegar að eyða næstu tveimur mánuðum með félögum mínum Eyjólfi Kristjánssyni, Helgu Möller, Ladda, Ríó Tríói og Þremur á palli. Mér er alveg sama þó það sé ekki einu sinni búið að kveikja í IKEA-geitinni. Jólafréttir Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Af einhverjum ástæðum er það ekki samfélagslega viðurkennt að byrja að hlusta á jólalög fyrstu vikuna í nóvember. Sjálfur byrjaði ég í gær, reyndar töluvert fyrr en vanalega, og nú þarf ég bara að troða negulnöglum í nokkrar mandarínur til að komast í brjálað jólaskap. Ég reyndi að deila gleðinni með vinum mínum á Facebook en undirtektirnar voru allt annað en góðar. Ég fékk meira að segja morðhótun frá einum. Rólegur, Skúli fúli. Mér finnst algjör synd að margar af helstu perlum íslenskrar dægur- og koverlagasögu fái ekki neina spilun í rúma 11 mánuði á ári. Af hverju er Jól alla daga með Eiríki Haukssyni til dæmis ekki spilað allt árið um kring? Lagið fjallar um að það séu jól ALLA DAGA. Dööö! Þetta er eins og ef Manic Monday með Bangles væri bara spilað á mánudögum, Ruby Tuesday með Rolling Stones bara á þriðjudögum, og Today með Smashing Pumpkins bara daginn sem það kom út og svo aldrei aftur. Þið megið halda áfram að vera fúl á móti jólunum með ykkar þjóðlagaskotna þunglyndispopp í eyrunum þar til á fyrsta í aðventu. Ég ætla hins vegar að eyða næstu tveimur mánuðum með félögum mínum Eyjólfi Kristjánssyni, Helgu Möller, Ladda, Ríó Tríói og Þremur á palli. Mér er alveg sama þó það sé ekki einu sinni búið að kveikja í IKEA-geitinni.
Jólafréttir Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira