Fox og Fred Durst vilja endurgera Málmhaus Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. nóvember 2013 11:19 Bæði Fox og Fred Durst vilja endurgera Málmhaus. Kvikmyndin Málmhaus hefur vakið athygli víða og nú lýsa erlendir aðilar yfir áhuga á að endurgera myndina. Annars vegar hefur 20th Century Fox-kvikmyndaverið haft samband við framleiðendur myndarinnar og hins vegar Fred Durst, söngvari númetalsveitarinnar Limp Bizkit. Davíð Óskar Ólafsson, einn af framleiðendum Málmhauss, segir sig og Árna Filippusson hafa kynnst núverandi varaformanni Fox við gerð myndarinnar Prince Avalanche, en hún er endurgerð myndarinnar Á annan veg sem Davíð og Árni framleiddu. „Hann frétti af Málmhaus á meðan við vorum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hafði samband og spurði hvort við vildum senda honum eintak af myndinni. Hann hafði hugsað þetta sem hugsanlega endurgerð fyrir Fox. Þeir eru að skoða myndina núna og það eru allir mjög hrifnir og telja að hún geti orðið góð endurgerð.“ Þá hafði umboðsskrifstofa Ragnars Bragasonar samband og sagðist vera með skjólstæðing sem hafði séð myndina og langaði endilega að tala við aðstandendur hennar. „Þetta var Fred Durst úr Limp Bizkit og við hugsuðum með okkur að það gæti ekki sakað að tala við hann. Við Raggi tókum símafund við hann og í ljós kom að hann ólst upp í miðríkjum Bandaríkjanna, í hálfgerðri sveit, og hafði tengt mikið við myndina. Hann var týpa eins og Hera, hlustaði mikið á þungarokk, og lenti í svipuðu og Hera gerði í myndinni. Hann missti frænda sinn sem hann leit mikið upp til. Við ræddum þetta fram og til baka og nú er bara verið að skoða þetta nánar.“ Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin Málmhaus hefur vakið athygli víða og nú lýsa erlendir aðilar yfir áhuga á að endurgera myndina. Annars vegar hefur 20th Century Fox-kvikmyndaverið haft samband við framleiðendur myndarinnar og hins vegar Fred Durst, söngvari númetalsveitarinnar Limp Bizkit. Davíð Óskar Ólafsson, einn af framleiðendum Málmhauss, segir sig og Árna Filippusson hafa kynnst núverandi varaformanni Fox við gerð myndarinnar Prince Avalanche, en hún er endurgerð myndarinnar Á annan veg sem Davíð og Árni framleiddu. „Hann frétti af Málmhaus á meðan við vorum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hafði samband og spurði hvort við vildum senda honum eintak af myndinni. Hann hafði hugsað þetta sem hugsanlega endurgerð fyrir Fox. Þeir eru að skoða myndina núna og það eru allir mjög hrifnir og telja að hún geti orðið góð endurgerð.“ Þá hafði umboðsskrifstofa Ragnars Bragasonar samband og sagðist vera með skjólstæðing sem hafði séð myndina og langaði endilega að tala við aðstandendur hennar. „Þetta var Fred Durst úr Limp Bizkit og við hugsuðum með okkur að það gæti ekki sakað að tala við hann. Við Raggi tókum símafund við hann og í ljós kom að hann ólst upp í miðríkjum Bandaríkjanna, í hálfgerðri sveit, og hafði tengt mikið við myndina. Hann var týpa eins og Hera, hlustaði mikið á þungarokk, og lenti í svipuðu og Hera gerði í myndinni. Hann missti frænda sinn sem hann leit mikið upp til. Við ræddum þetta fram og til baka og nú er bara verið að skoða þetta nánar.“
Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira