Nýr vetnisbíll frá Toyota Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2013 10:15 Nýi vetnisbíll Toyota er straumlínulagaður. Þó svo faðir Tesla bílanna, Elon Musk hafi ekki trú á framtíð vetnisbíla er ekki svo farið um alla. Toyota mun kynna nýjan vetnisbíl á komandi bílasýningu í Tokyo sem fengið hefur nafnið FCV (Fuel Cell Vehicle). Þessi bíll fer 500 kílómetra á hverjum vetnistanki og mun kosta á bilinu 50-100 þúsund dollara, eða 6-12 milljónir króna. Ekki telst það lágt verð fyrir fólksbíl í millistærðarflokki, svo það er eins gott að hann hafi ýmislegt gott fram að færa. Toyota hefur mikla trú að honum og vetnisnotkun í bíla og á allt eins von á að þarna sé kominn arftaki Prius bílsins. FCV bíllinn er tvöfalt öflugri en núverandi vetnisbíll, Toyota FCHV. Bíllinn sem kynntur er nú er væntanlegur í sölu árið 2015. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent
Þó svo faðir Tesla bílanna, Elon Musk hafi ekki trú á framtíð vetnisbíla er ekki svo farið um alla. Toyota mun kynna nýjan vetnisbíl á komandi bílasýningu í Tokyo sem fengið hefur nafnið FCV (Fuel Cell Vehicle). Þessi bíll fer 500 kílómetra á hverjum vetnistanki og mun kosta á bilinu 50-100 þúsund dollara, eða 6-12 milljónir króna. Ekki telst það lágt verð fyrir fólksbíl í millistærðarflokki, svo það er eins gott að hann hafi ýmislegt gott fram að færa. Toyota hefur mikla trú að honum og vetnisnotkun í bíla og á allt eins von á að þarna sé kominn arftaki Prius bílsins. FCV bíllinn er tvöfalt öflugri en núverandi vetnisbíll, Toyota FCHV. Bíllinn sem kynntur er nú er væntanlegur í sölu árið 2015.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent