Íslenski boltinn

HK-ingar hafa rætt við Þorvald Örlygsson

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson
Þorvaldur Örlygsson mynd/ernir
Knattspyrnudeild HK hefur rætt við Þorvald Örlygsson um að taka við liðinu fyrir næstkomandi tímabil en þetta staðfesti Þórir Bergsson, formaður meistaraflokksráðs HK, í samtali við vefsíðuna 433.is.

,,Það eru þreifingar í gangi en kannski ekki formlegar viðræður hafnar," sagði Þórir við 433.is í dag.

Gunnlaugur Jónsson hætti með liðið í síðasta mánuði er hann tók við ÍA en HK-ingar leikar í 1. deildinni að ári eftir að hafa farið upp úr 2. deildinni í sumar.

Þorvaldur hætti með Fram um mitt sumar og tók því næst við liði Skagamanna sem féll úr Pepsi-deildinni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×