Daimler kaupir 12% í Beijing Automotive Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2013 16:15 Fleiri og fleiri svona merki sjást nú í Kína. Samstarf Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, og kínverska bílaframleiðandans Beijing Automotive hefur staðið yfir í nokkurn tíma en það verður styrkt enn frekar í dag með kaupum Daimler á hlutabréfum í Beijing Automotive. Daimler fær tvö sæti í stjórn fyrirtæksins og á móti fær Beijing Automotive að smíða bíla með undirvagni frá Mercedes Benz. Í verksmiðjum BAIC, sem Beijing Automotive á 51% hlut í hafa verið framleiddar Mercedes Benz vélar og mun svo áfram verða. Búist er við því að Beijing Automotive muni brátt einnig kaupa hluti í Daimler, sem enn frekar mun treysta samstarfið á milli fyrirtækjanna. Ekki er ljóst hvað fjárfesting Daimler kostar, en ljáð er máls á því að Daimler sé að gera kostakaup. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent
Samstarf Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, og kínverska bílaframleiðandans Beijing Automotive hefur staðið yfir í nokkurn tíma en það verður styrkt enn frekar í dag með kaupum Daimler á hlutabréfum í Beijing Automotive. Daimler fær tvö sæti í stjórn fyrirtæksins og á móti fær Beijing Automotive að smíða bíla með undirvagni frá Mercedes Benz. Í verksmiðjum BAIC, sem Beijing Automotive á 51% hlut í hafa verið framleiddar Mercedes Benz vélar og mun svo áfram verða. Búist er við því að Beijing Automotive muni brátt einnig kaupa hluti í Daimler, sem enn frekar mun treysta samstarfið á milli fyrirtækjanna. Ekki er ljóst hvað fjárfesting Daimler kostar, en ljáð er máls á því að Daimler sé að gera kostakaup.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent